Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 36

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 36
ATVINNUVEGIR. 36 ið, smjör á 70 anra punclið, tólg á 35 aura pundið. Á útlend- um vörum var verðlag hjer um bil sama og árið áður, en korn- vara var þó heldur í lægra verði, einkum í lausakaupum gegn peningum. Annars staðar á landinu virðist hafa verið nokkuð meira l]ör í verzluninni. Raunar töfðu ísar nokkuð fyrir um vorið nyrðra og eystra, en eigi varð þó mein að því til muna, því að skip sluppu gegnum ísinn, og náðu sum höfnum áður en hann varð landfastur. Á kauptið mun verðlag á vörum víðast hafa verið líkt því í Reykjavík, og þó öllu betra. pannig komst ull þá þegar í kaupstöðum norðanlands á 90 aura pundið, eða jafnvel hærra; og saltfiskur á ísafirði komst upp í 75 krónur skippundið. Haustverzlunin varð allfjörug víða, og fjár- taka mikil, einkum í Stykkishólmi vestanlands, í flestum kaup- stöðum nyrðra og á Austíjörðum. J>angað sendu Englendingar 2 eða 3 skip til að sœkja sláturfje, hjeldu fjármarkaði og borg- uðu sauðinn með 18 til 20 krónum. — Hrossaverzlun sinni hjeldu Englendingar og Skotar áfram, og hjeldu hrossa- markaði víða, bæði á suðurlandi og norðurlandi. Meðalverð á meðalhestum var nálægt 80 krónum. Frá Reykjavík einni voru fluttir 3 skipsfarmar eða um 1100 hesta. Af verzlunarfjelögunum má einkum nefna Gránufje- lagið, sem sífellt er í miklum uppgangi og blóma. Nú hefur það keypt 4 verzlunarstaði: Vestdalseyri, Raufarhöfn, Oddeyri og nú síðast Siglufjörð. Fjelagshlutir munu uú hafa orðið nær 2 þúsundum; íiestir þeirra voru í Múlasýslum, þ>ingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Hver íjelagshlutur, er upphaflega var 50 krón- ur, var nú stiginn upp í 80 krónur, þrátt fyrir hinn háa arð (6°/o), er fjelagið hefur gefið eigöndum hlutabrjefanna; má af því marka vöxt og álit fjelagsins. Fjelagið hafði að þessu sinni fleiri skip í förum en nokkru sinni fyr, og flutti vörur í milli fyrir svo hundruðum þúsunda króna skipti. þ>essi mikli upp- gangur fjelagsins á svo fáum árum er að miklu leyti að þakka hinum staka dugnaði og ósjerplœgni framkvæmdarstjóra þess, Tryggva Gunnarssonar. Nú lagði hann það sjálfur til af eigin- livötum, að laun sín væri lækkuð, og er slíkt nálega einsdœmi á þessari öld. — Af hinum öðrum verzlunarfjelögum hafa að þessu sinni litlar sögur farið.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.