Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Qupperneq 38
38 ATVINNUVEGIR. greiddar af frjálsum samskotum, er lofað hafði verið á þjóðhá- tíðinni 1874. Fyrir bróargjörð þessari gekkst einkum Júlíus læknir Halldórsson. Sýslunefndin í SkagaQarðarsýslu hafði ráð- ið, að brúa 5 smáár í sýslunni, er verstar væri yfirferðar, og var nú byrjað á þessum brúargjörðum. Enn má geta þess, að ákveðið var að brúa Skjálfandafljót í Júngeyjarsýslu og Elliða- árnar 1 Gullbringu- og Kjósarsýslu. Að öðru leyti hafa eigi sögur farið af brúarg-jörðum eða öðrum stórkostlegum vegabótum. Heilsufar landsmanna var yfir höfuð að tala gott árið um kring. J>ó gengu sóttir nokkrar að vanda. þannig gekk megnt kvef víðs vegar um suðurland og vesturland fyrstu mán- uði ársins, og um sama leyti gekk taugaveiki og Iungnabólga á nokkrum stöðum nyrðra. Barnsflararsótt gekk um sumarið i Borgarfirði suður; þó dóu að eins að sögn 2 konur af 12, er sýktust. Barnaveiki stakk sjer hjer og hvar niður alla tíma ársins, og sömuleiðis hin svo nefnda bólgusótt. Hettusótt gekk á Austfjörðum um haustið. Slysfarir virðast og að hafa verið í minna lagi. Talið er, að drukknað hafi rúmlega 40 manns, flestir í sjó. Af þeim drukknuðu 6 undir Jökli, 5 við Seltjarnarnes, 4 á Skerjafirði, 7 við Höfðaströnd. J>essir skipskaðar á sjó urðu mestir. Enn fremur fórst bátur með 6 mönnum í J>ykkvabœjarvötnum í Holta- sveit í Kangárvallasýslu. 2 hröpuðu til bana í Yxnadal, aðrir 2 í Yestmannaeyjum og 1 í Eljótshlíð (Páll Pálsson, alþingis- manns frá Árkvörn). Nokkrir urðu og úti í illviðrum, einkum norðanlands og austan. Enn nokkrir aðrir týndust á annan hátt. Vesturheimsferðirnar hjeðan af landi urðu nú meiri en nokkru sinni fyr. J>ær má telja einn aðalviðburð ársins og tíðindi svo mikil, að vel mætti gjöra af þeim frjettaþátt sjer í lagi, ef nœgar skýrslur um þær væri fyrir hendi, en þær er eigi unnt að fá, og verður því að eins minnzt á ferðir þessar laus- lega. Stjórnin í Canada í Norður-Ameríku hafði hjer erinds- reka tvo: Sigt.rygg Jónasson og Krieger nokkurn, danskan mann. Sigtryggur ferðaðist víða uin landið fyrir norðan og austan, og skráði fólk til vesturfarar. Er svo sagt, að hann eigi hafi verið mjög eggjandi ferða þessara, enda þurftu mcnn nú sízt eggjun-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.