Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 39
ATVlNNUVEtíllí.
39
ar við; svo mikill óróa- og burtfararhugur var nú kominn í
marga, livað scm því liefur valdið. En svo er að sjá, sem eigi
liafi það verið fátœktin ein, því að eigi allfáir efnamenn tóku
sig nú upp, og sumir þeirra með allt sitt hyski. Svo er sagt,
að þetta ár hafi farið hjeðan vestur á Qórtánda hundrað manna,
og liugðu ílestir þeirra að taka sjcr bólfestu í Nýja-íslandi í
Canada. Flestir þeirra, er fóru, voru af norðurlandi og austur-
landi, en eigi er fullkunnugt, hversu margir fóru úr hverju hjer-
aði. Úr Múlasýslum og úr Skagafirði fóru flestir, og þá úr Eyja-
fjarðar og Húnavatnssýslum. Af vesturlandi fóru flestir úr Dala-
sýslu, og þá nokkrir úr Snæfellsness- og Hnappadalssýslum. Af
suðurlandi fóru fæstir, en þó nokkrir, helzt úr Reykjavík og þar
í grennd, og enn nokkrir úr Mýrdal í Skaptafellssýslu. Vestur-
llutningaljelag það á Skotlandi, er Allanfjelag kallast, tókst á
hendur að annast nú um útflutninga hjeðan af landi. Seint í
júnímánuði sendi það afarstórt gufuskip til norðurlands að sœkja
Vesturfara. Kom það við á Borðeyri, Sauðárkrók og Akureyri,
og tók við fólki á öllum þcssum stöðum; frá Akureyri lagði það
2. júlí með nálægt 800 manna. Nokkrum dögum síðar kom út-
flutningaskipið aptur við SeyðisQörð, og tók þar við nálægt 400
manna. Fargjaldið (til Qucbec) fyrir hvern fullorðinn mann var
rúmar 120 krónur, og allur aðbúnaður á skipinu var í allgóðu
lagi og betri en verið hafðiað undanförnu. Til þess að fara meðfólk-
inuvestur, ogveraleiðtogiþessog túlkur, var fenginn kandid. Hall-
dór Briem. Ferðin geklc vel. Fyrst var numið staðar nokkra liríð í
Glasgow á Skotlandi. f>aðan lagði vesturfaraskipið vestur um
haf 20. júlí, og kom til Quebec í Canada 31. júlí. Voru þá
eptir 2000 mílur enskar til Nýja-íslands, þangað er fólkið ætl-
aði. Margir voru nokkuð þrekaðir af sjóferðinni, er þeir komu
í land, og með því líka að um þær mundir voru þar hitar mikl-
ir, sýktust margir, en hresstust þó fljótt við aptur. Var nú ferð-
inni haldið viðstöðulaust áfram, ýmist landveg á gufuvögnum
eða sjóleið með gufubátum, þar til er komiö var til Nýja-íslands.
þangað voru allir vesturfararnir, er voru í þessum flota, komn-
ir 26. ágúst, en þeir voru um 1200. Voru þar fyrir nokkrir
íslendingar, þeir er áður höfðu numið landið, og myndað þar
íslenzka nýlendu. Nýlenda þessi, er nefnd hefur verið Nýja-ís-