Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 40

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 40
40 ATVINNUVEGIR. land, liggur við Winnipegvatn, vestanvert í Canadalöndum, lijer um bil í miðri Norður-Ameriku. Eru þar sagðir landkostir góð- ir; landið er skógi vaxið, en þó vel fallið til akuryrkju. Vatn- ið er og talið mjög íiskisælt. Loptslag er venjulega þurrt og heitt á sumrum, en veturnir kaldir og þá staðviðri mikil. ís- lendingar, þeir er farið höfðu árið áður, höfðu hitt á fremur illt ár, og átt mjög ervitt uppdráttar í fyrstu, en nú var hagur þcirra farinn að batna, og kváðu þeir sig eigi langa heim til íslands aptur, til að búa þar að staðaldri. Margir, þeir er nú komu þangað vestur, voru fjelitlir til að byrja þar búskap, en stjórnin veitti þeim, er þurftu, lán til lífsuppeldis; skyldi það endurborgast á 10 árum, og vera leigulaust 4 fyrstu árin. Svo ætlaði stjórnin að láta leggja veg yfir nýlenduna um veturinn, og bjuggust íslendingar við að fá þar góða atvinnu. Nýlcnda þessi liggur vel við verzlun og viðskiptum, og að eins sex míl- um fyrir norðan línu þá, sem í ráði er að leggja járnbraut á yfir Canadalönd austan frá Atlantshafi vestur til Kyrrahafs. Landnám íslendinga í Nýja-íslandi er 40 mílur enskar að lengd, en 10—12 mílur að breidd. Höfuðbólið þar heitir á Gimli. pá er íslendingar, þeir er nú fóru, voru þangað komnir, sýktust nokkrir, en sumir dóu. Alls er talið, að dáið haíi af ilokki þeirra, bæði á leiðinni, og er þeir voru nýkomnir, 40—50 manns, flest ungbörn. Páll J>orláksson, prestur Norðmanna og íslend- inga í Wisconsin í Bandaríkjum, kom norður að Gimli, skömmu eptir að fólkið var komið þangað, jarðaði hina dánu, skírði nokkur börn og fiutti messugjörðir þrisvar. Síðan lijelt hann aptur suður til Wisconsin, og fór Halldór Briem, er stutt liafði vesturfaraflokk þenna með ráði og dáð, suður með honum; ætl- aði liann sjer að dvelja vetrarlangt í Bandaríkjunum. Frá ís- lendingum þar í Bandaríkjunum hafa að þessu sinni farið litlar sögur. Jón prestur Bjarnason hafði nú tekið þar við ritstjórn á blaði einu skandínavisku, sem er í miklu áliti, og þykir sú staða þar einhver hin mikilsverðasta. M e n n t u n. Af bókfrœði landsmanna er enn eigi margt til tíðinda,

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.