Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 45
MENNTUN.
45
Á barnaskólana a Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd og Gerðum
í Garði hefur verið minnzt í frjettum fyrri ára, og voru þeir nn
komnir í allmikinn blóma. Auk þeirra voru og barnaskólar
lialdnir í Njarðvíkum, í Hafnarfirði, á Seltjarnarnesi, Akranesi
o. v. Kvennaskólinn í Keykjavík gekk með sama hætti og
fyr, og voru þar jafnmargar stúlkur og áður. KvennaskóJi
Norðlendinga var enn eigi fullkomlega stofnaður.
Ýmisleg fjelög hafa enn verið stofnuð til skemmtunar,
fróðlciks eða nytsamra fyrirtœkja. Meðal ijelaga þessara má
nefna bindindis- og lestrar-Qelag Saurbœinga, er ýmsir
ungir menn hafa stofnað. Hjetu þeir 30 króna verðlaunum fyr-
ir hina beztu frumrituðu grein um bindindisfjclög. Verðlaun
þessi vann Alexander Bjarnason á J>óroddsstöðum í Hrútafirði,
og var ritgjörð hans prontuð í «þ>jóðólfi».
þ>ess má enn geta, að í söng og einkum í kirkjusönghef-
ur talsverð framför orðið, og liafa á árinu verið tekin upp o r g e 1
í 5 eða G kirkjum.
Leikar og hátíðahöld ýmiss konar voru haldin norð-
anlands. Á Akureyri, Grund í Eyjafirði og Keynistað voru
leiknir sjónarleikar nokkrum sinnum um veturinn og vorið,
sumir frumsamdir á íslenzku, en sumir þýddir úr dönsku. Á-
horfendur voru jafnan margir; þótti vel leikið, og skemmtun góð.
— Eyfirðingar hjeldu þjóðhátíð 2. júlí á Akureyri. Fór hún
vel fram, og að flestu líkt því sem þjóðhátíð þeirra 1874, en
með nokkru minni viðhöfn. Hátíð þessa sóttu um 650 manna.
Slíka þjóðhátíð hafa Eyfirðingar ráðið að halda árlega hinn sama
dag. — í Reykjavík voru nú engir sjónleikar leiknir nje nokkur
hátíðahöld framin, er að kvæði til rnuna. þ>ó má geta þess
sjorstaklega, að milli jóla og nýárs hjeldu ýmsar konur og yng-
ismeyjar bœjarins yfir 100 fátœkum börnum jólagleði með jóla-
trjám, jólagjöfum, söng, hljóðfœrasiætti, dansi o. s. frv.
Að lyktum skal hjer getið um fjallaskoðanir; jarð-
frœðilegar rannsóknir og ferðir vísindamanna.
J>ess er þá fyrst að geta, að Skapti Jósefsson, ritstjóri Norðlings,
sendi tvo vaska menn til að skoða eldstöðvarnar í Dyngjufjöll-
um, því að þar sást löngum rjúka, og stundum býsna mikið.
Sendimenn þessir voru Jón bóndi J>orkelsson í Víðikeri og Sig-