Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 46

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 46
46 MENNTUN. urður Kráksson frá sama bœ. J>oir Jögðu upp frá Svartirkoti í Bárðardal að morgni hins 7. febrúar í góðu veðri, og stefndu beint á Dyngjufjöll. Um kveldið komu þeir upp að fjöllunum vestanverðum, og hjeldu þar upp í skarð nokkurt milli hamra; það nefndu þeir Yonarskarð. J>á tók veður óðum að versna, og gjörði á þá ofsastorm með sandhríð og grjótflugi. |>ó hjeldu þeir fram ferð sinni, þar til er aldimmt var orðiö; klifruðust þeir þá upp á klett einn, er þeir nefndu Vegklett, og grófu sig þar í fönn um nóttina. Um morguninn eptir var veður gott; sáu þeir þá glöggt til eldstöðvanna, og rauk þar mikið. Komu þeir þá að Öskju og litu hið mikla eldsvæði í suðausturhorni hennar í kverkmyndaðri fjallaþröng; virtist þeim það yfir mílu ummáls, en hafa töluvert umbreyzt frá því er Watts jöklafari kannaði það síðast um sumarið áður. |>að hafði sokldð niður við gosin um 400—500 faðma, og myndaði ógurlega milda gjá; var hún umgirt af afarháum klettum á þrjá vega, en sand- brekka brött var að norðanverðu niður í djúpið. |>ar rjeðu sendimenn til niðurgöngu, og urðu að vaðbera sig víða; var það hin mesta hættuför, því að sums staðar urðu þeir að stökkva yfir vellandi gjár, en sums staðar lá þeim við að festast í sand- leðju. Niðii á botni eldsvæðisins var stórt vatn og snarpheitt; gengu þeir með því að norðan og austan og var þar allt þakið af gosbrunnum, rjúkandi gjám og vellandi lœkjum og hverum. Sums staðar var hraunið svo veikt undir fótum þeirra, að þeir urðu að skríða, en sums staðar svo heitt, að þeir brenndu skó sína. Suður af vatninu voru hitagígirnir flestir og mestir, drundi hátt í þeim og ullu úr þeim sjóðandi lœkir niður í vatnið; milli þeirra voru örmjóir sandhryggir, en sums staðar stórir klettar, og virtist fjallið þar eins og tætt í sundur. Norðvestan við vatnið voru standbjörg há með ýmislega litum lögum, en þang- að fengu þeir eigi komizt. Nokkru fyrir norðan hið niðurfallna eldsvæði sáu þeir gíg mikinn rjúkandi; þaut mjög í honum, en jörðin skalf í kring. Gátu þeir skriðið að honum og sjeð nið- ur í hann; virtist þeim sem liann mundi vera 100 faðihar að þvermáli og 100 faðmar að dýpt niður að hinum vellandi soð- katli neðst á botninum. Fleira gjörðist ekki sögulegt í för þeirra, og komust þeir á einu dœgri aptur til byggða.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.