Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 48

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Page 48
48 MKNNTUN. irlestra um eldstöðvarnar, myndun þeirra, og jafnframt jarð- myndun og jarðlög landsins í heild sinni. Voru þeir fyrirlestrar mjög fjölsóttir, og þóttu einkar fróðlegir. Eldstöðvunum lýsti hann líkt og þeir, er áður liöfðu kannað þær, en enn nákvæm- ar og vísindalegar, og með ýmsum mælingum. sem hjer yrði of langt mál að skýra frá. þess skal hjer að eins getið, að hina miklu kvos eða, jarðfall í Öskju og stöðuvatnið í kvosinni hugði liann fremur hafa myndazt í eldri gosum, þótt það eigi hefði fundizt fyr en eptir síðasta gosið. Úr gíg þeim hinum mikla, cr liggur norðan við kvosina, kvað hann öskuhríðina hafa kom- ið 29. marz árið áður, og markaði hann það á því, að jörðin var þar í kring alþakin vikri. Við gosin á Mývatnsörœfum hafði aptur myndazt regluleg hraunleðja. J>enna mismun taldi hann komin afhæðarmun eldstöðvanna; kvað hann þær í Dyngju- fjöllum vera 3600 fet, en á Mývatnsörœfum 1250—1400 fet yfir sjávarflöt. Hann taldi það líklegt, að gosunum á hvorumtveggju eldstöðvunum mundi nú affjett um sinn, enda væri gufuhver- arnir í Dyngjufjöllunum ólokaðir, og á meðan svo væri, mundi eigi þurfa að óttast ný eldgos. Raunar þóttust menn í ýmsum lijeruðum og nokkrum sinnum á árinu sjá og heyra merki þess, að eldur væri uppi, en að líkindum hefur það þó ekki verið, að minsta kosti eigi á þessum eldstöðvum. Um jarðefni landsins gat Johnstrup þess, að þar væri enga málma að finna, þá er að notum mætti verða, og leiddi það af jarðmyndun landsins. Járni kvað hann þó vcra nóg af, en eigi borga sig að vinna það. Surtarbrandinn og mókol þau, er hjer finnast, kvað hann hálf- sköpuð steinkol og lítt nýt. Kalk og silfurberg taldi fiann hjer nýtilegustu jarðtegundir. Af öðrum crlendum vísindamönnum, cr nú ferðuðust lijer um land, má nefna Grönlund grasfrœðing, danskan mann, er ferðaðist á eiginkostnað fyrir fróðleiks sakir; fór hann víða um, og komst einnig norður á Mývatnsörœíi. fá ferðaðist hjer og um danskur jarðbótafrœðingur, Feilberg að nafni. Hann var sendur af hinu danska landbúnaðarfjelagi, og skyldi kynna sjer hjer landkosti. Hann ferðaðist að eins um nokkur hjeruð sunn- anlands og fór fijótt yfir. Að því er sjeð varð á svo hraðri ferð, leizt honum land það, er hann fór yfir (Rangárvafla- og

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.