Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 49

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Síða 49
MENNTUN. 49 Árnessýslur) mundu geta tekið miklum bótum, en með miklum kostnaði. Hann fór bráðlega burt aptur, en ráðgjörði að koma síðar. — Enn fremur komu hjer við land norskir vísindamenn, er stjórn Norðmanna hafði sent á ríkiskostnað á gufuskipi til vísindalegra rannsókna og mælinga í norðurhöfunum. I förinni voru þrír nafntogaðir náttúrufrœðingar: Mohn veðurfrœðingur, oddviti fararinnar, og Sars dýrfrœðingur frá Kristjaníu, og Da- nielsen, yfirlæknir frá Björgvin. peir komu við Yestmannaeyjar, tepptust þar nokkra daga í óveðri, og skoðuðu á meðan eyjarn- ar. Eptir það hjeldu þeir til Reykjavíkur, og dvöldu þar rúma viku. Eigi ferðuðust þeir á landi þaðan annað en til pingvalla. 3. ágúst fóru þeir frá Reykjavík og sneru þá aptur heimleiðis til Norvegs. Eigi er hjer kunnugt um hinn vísindalega árang- ur af ferð þeirra. M a n n a I á t. Af merkismönnum þeim íslenzkum, er ljetust á árinu, skulu nokkrir taldir. Fyrstur og fremstur þeirra var Björn Gunn- laugsson, fyrrum yfirkennari við latínuskólann. Hann and- aðist 17. marz, og var þá 88 ára að aldri (f. 2S/9 1788). Hann var frægastur allra íslenzkra manna, þeirra er honum voru sam- tíða, og nafn lians hvervetna í heiðri haft meðal ágætustu vís- indamanna. Einkum fór orð af hinni dœmafáu djúpskyggni hans í tölvísi, mælingafrœði og stjörnufrœði, oghefur hann ritað nokkr- ar merkilegar ritgjörðir þar að lútandi. Einnig gjörði hann merkilegar vísindalegar uppgötvanir. En það, sem einkum hef- ur borið orðstír hans til annara landa, er hinn mikli íslands- uppdráttur hans, sem bókmenntafjelagið gaf út og hlaut verð- laun fyrir á landfrœðingafundkium í París 1875. Enn fremur lagði liann stundáheimspeki og skáldskap, og kemur þetta hvorttveggja fagurlega framíkvæðinu «Njólu». í stuttu máli: hann var spek- ingur að viti, en barn í lund, og virtur og elskaður sem fáir aðrir. — Annar frægastur íslenzkur maður, er ljezt þetta ár, var Bjarni Thorsteinson, fyrrum amtmaður í vesturamt- Frjettie prá íslandi. 4

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.