Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 1
I. |»ing og stjórn.
l^ess var getið í fréttunum frá íslandi 1880 að kosningar til
alþingis hefðu farið fram í íiestum sýslum landsins í septem-
bermánuði 1880 svo sem lögákveðið er, nema í Norðurmúlasýslu;
þar fórust þessar kosningar fyrir af einhverjum ástæðum, og
fóru því kosningar þar fram í maímánuði. Sömuleiðis reynd-
ust kosningar í Árnessýslu ólöglega framkvæmdar, og voru þær
því gjörðar ómerkar, og kosið upp aptur í maímánuði. Marg-
ir höfði verið óánægðir með kosningarnar til þings þessa, og
spunnust út úr því allmiklar deilur í blöðunum, en þá vildi
reynast satt sem sagt er, að «seint er að byrgja brunninn, er
barnið er í hann fallið», enda sat við það, sem komið var, nema
í Árnessýslu einni, sem fyrr er ritað. Út úr þessu kosninga-
kappi var samt allmikill áhugi og eptirvænting landsmanna um
það, hvernig þessir nýju fulltrúar þjóðarinnar myndu reynast,
er þeir ættu að taka til að skapa mönnum lög innan veggja
og vebanda hins nýja þinghúss.
Alþingi kom saman eins og lögskipað er, 1. dag júlímán-
aðar; voru þá allir komnir þeir, er þing skyldu sitja, og voru
þeir þessir:
A. ]?eir, er konungur hafði kvadda til þingsetu.
1. Pétur Pétursson, biskup yfir íslandi.
2. Bergur Tliorberg, amtmaður yfir suður- og vesturum-
dæminu.
3. Jön Pétursson, háyfirdómari.
4. Magnús Stepliensen, yfirdómari.
5. Árni Thorsteinson, landfógeti yfir íslandi.
FBBTTIK FBÁ ÍSLANDI 1881. 1