Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 8
8 þlNG OG STJÓRN. að elta nú hin tvö síðustu þing, og þó aldrei getað gjört til fulls, enda komst það eigi lengra á þessu þingi en svo, að við það var gjörður sá bálkur af breytingum, að litlu var skemmri en frumvarpið sjálft. Mál þetta hefir allt af verið öðruhverju á prjónunum, síðan þing var fyrst sett hér 1845, í ýmsum myndum, og væri því mál til komið að það færi að verða út kljáð. En þar verður líka vandlega um að fjalla, þar eð það er eitt af hinum mestu velferðar-og áhugamálum þjóðarinnar. Margir leggja og þinginu illa út, er það felldi frumvörpin um banka og lánsstofnanir, prestakosningar o. fl., og líkar illa sá niðurskurður á áhugamálum sínum; en þar um má segja sem optar, að margt má segja með og margt í móti, og þeir tali þar mest um, er minnst beri þar skyn á; en hvað sem því líð- ur, má telja það mikið mein, að þingtíminn var eigi svo sem 2 vikum lengri, því að þá hefði að líkindum mörg af hinum óútræddu málum orðið út kljáð. Álþingiskostnaðurinn varð í þetta sinn rúmlega 32700 kr., og gengu af því nærfellt 18200 kr. til fæðispeninga og ferða- kostnaðar handa þingmönnum. Mörgum þykir ferðakostnaður þingmanna verða nokkuð rnikill (3380 kr. 8 a. handa 23 þing- mönnum), þar eð þeira eru goldnir fullir fæðispeningar líka á ferð- um þeirra, og má það að líkindum til sanns vegar færa að svo sé. Hjer á vel við, að geta í fám orðum hinna helztu laga, er konungur samþykkti og út komu fyrir árslokin 1881. Koma þá fyrst til skoðunar járlögin fyrir árin 1882—1883, og verður eigi betra yfirlit gefið yfir þau, og breytingar þær er þingið gjörði á frumvarpi stjórnarinnar, en með því móti að setja hjer ágrip af þeim, bæði eins og þau voru eptir frumv. stjórnarinnar ogeinsogþau voru þegarþingiðskildiviðþauogþauvorusamþykkt: Eptir frnmvarpi stjórnarinnar. þíngsins. I. Tekjur: kr. a. kr. a. 1. Skattar og gjöld..................... 490680 520880 2. Tekjur af fasteignum landssjóðsins 71578 68606 3. Tekjur er snerta viðlagasjóðinn . 54000 56000 Plyt 616258 645486

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.