Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 10
10 ÞING OG STJÓRN. ar til skólanna bæði lækna- presta- og lærða-skólans, og nam burt 11000 kr, er stjórnarfrumvarpið ætlaði til stofnunar gagn- fræðaskóla í Reykjavík. Enn fremur jók það framlögur til vísindalegra og verklegra fyrirtækja, til forngripasafnsins o. fl. I fjáraukalögunum 1878—1879 voru veittar 10282 kr. til viðbótar við útgjöld á því fjárhagstímabili; af því gengu um 43G0 kr. til þingskostnaðar 1877. í fjáraukalögunum fyrir 1880—1881 voru veittar 52092 kr. 95aurar; af því gengu rúrn- ar 12300 kr. til gufuskipsferða kringum landið, til landsbóka- safnsins 4000, til forngripasafns 500 o s. frv. Auk þess leyfði þingið að verja alt að 25000 kr. til viðbótar við fje það, er lagt var til þinghússbyggingarinnar 1879. Þingið færði spítalagjaldið, svo sem áður er sagt, úr 14000 kr. í stjórnarfrumvarpinu upp í 50000, og bar fyrir sig hinar miklu síldveiðar Norðmanna hjer við land. En svo gaf þingið út lög um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl., og tók af í þeim lögum spítalagjaldið, þannig, að það sje seinast heimt- að um vorið 1882. Útflutningsgjald þetta eður frálandstollur skal goldinn af hverju fisk- eða lýsiskyns, sem kemur eða veið- ist innan iandhelgi, bæði af útlendum og innlendum skipum, Tollur þessi er sem fylgir: af 100 pd. af saltfiski eða harðfiski 10 aurar, af 100 fiskum óhertum, nýjum eða söltuðum, 20 a., af 100 pd. sundmaga 30 a., af hrognatunnunni 15 a., af síld- artunnunni 25 a., af lýsistunnunni 30 a., af 100 pd. af laxi 30 a., og af öllum öðrura niðursoðnum fiski, 100 pd., 10 a. J>að er auðsætt, að við þetta kemur töluverð breyting á tekjukafla flárlaganna síðara árið. þess var getið í frjettunum 1880, bls. 54, að landshöfð- ingi skipaði Jón landritara til rannsóknarmanns og rannsóknar- dómara um veiðirjett A. Thomsens kaupmanns í Elliðaánum; var undinn bráður bugur að rannsókninni, og reyndist, eptir skýrslum þeim, er Jón ritari fjekk frá ábúendum jarða þeirra, er að ánum liggja, og eptir áreið, er hann og nokkrir aðrir gjörðu á árnar, að lax og silungur bæði getur gengið og hefir opt gengið upp fyrir fossa þá, er í ánum eru, þó að Thomsen lrafi viljað neita því, að nokkur lax gengi upp fyrir veiðimörk

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.