Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 14
14 pING OG STJÓRN. í Hútiavatnssýslu...............................64 aurar. - Skagafjarðarsýslu.............................54 — - Eyjaijarðarsýslu og Akureyrarkaupstað . . 52 — - f>ingeyjarsýslu . . . . ...................55 — - Norður-Múlasýslu..............................57 — - Suður-Múlasýslu . . ....................59 — Styrkur af landsfje var veittur til ýntissa fyrirtækja og annars, og hefir nokkurs af því verið getið hjer að framan, en annars verður getið smám saman, eptir því sem fyrir kemur. 7000 kr. var skipt upp meðal hinna fátækustu brauða á land- inu; kom sá styrkur niður á 34 þeirra, og hlotnaðist þeim minnst 100 kr. og mest 400 kr. Ríflegur styrkur var og veitt- ur barnaskólum og öðrum menntunarstofnunum meðal alþýðu, svo og til búnaðar. í frjettunum 1880 er þess getið, að erfðaskrá kom upp eptir frú Ingibjörgu Einarsdóttur, ekkju Jóns heitins Sigurðs- sonar, þar sem hún arfleiddi ísland að öllum eigum þeirra hjóna, og áskildi að fje það yrði gjört að sjóði og nefnt «Gjöf Jóns Sigurðssonar». Fje þetta var alls 5329 kr. 15 aurar, og var svo ákveðið í erfðaskránni, að alþingi skyldi ákveða um, til hvers skyldi verja vöxtunum af fje þessu. Júngið samdi reglur fyrir því, hvernig sjóðnum skyldi varið; er hið helzta úr þeim þetta: landshöfðingi sjer um sjóðinn og annast um að hann ávaxtist; vöxtum af innstæðunni skal varið til verð- launa fyrir vel samin vísindaleg rit, er snerta sögu íslands, lög þess, bókmenntir, stjórn þess og framfarir; skal alþing velja í hvert skipti, er það kemur saman, þriggja manna nefnd, er kveði á um, hverjir njóta skuli verðlaunanna. Hjer er og vert að geta þess, að kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson keypti alla innanhússmuni, er Jón Sigurðsson hafði átta, t. d. skrifborð hans, legubekk, borð, rúm o. m. fl., alls 53 nr., og gaf það ís- landi, og var þeim munum ætlað ákveðið rúm i þinghúsinu, og skyldi koma þeim þar fyrir á sama hátt og verið hafði á skrif- stofu Jóns Sigurðssonar. Má Island kunna gefandanum mikla þökk fyrir að liafa gefið því svo innilegt og fagurt minning- armark optir hinn ágætasta son á þessari öld. Breytingar þær, er urðu á skipun embœttanna á íslandi á þessu ári eru þessar:

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.