Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 21
ÁRFERÐ OG ATVINNIJVEGIR. 21 land, en þó verst nyðra, og var þar víða svo, að ekkert blað sást koma upp úr því, er niður hafði verið sett um vorið. Skepnnhöldin voru eigi góð þetta ár, sem eigi var von til Á Norðurlandi og Yestfjörðum var víða hvíldarlaus innistaða frá veturnóttum, sumstaðar eigi nema frá 8. nóv., og fram í apríl, og er eigi furða, þó farið væri að verða heyskart mjög eptir 22.—20. vikna inniveru fjárins. Sumstaðar á Vestfjörð- um og í norðursveitum var þegar farið að skera fje af heyjum um nýár, en þó var það minna en ella hefði orðið, því að alltaf voru menn að vona eptir bata. fegar batinn kom, var eigi búið að skera Qe til stórskaða, en afar víða voru kýr skorn- ar af heyjum til þess að geta heldur miðlað frá þeim til sauð- fjárins. Fje gekk mjög magurt undan almennt um vorið, en lifði þó og lifnaði furðanlega, og var það því að þakka, hve batinn var hagstæður; þó var fje aimennt illa fyllt um vorið, og ær fæddu illa, en þó var ekki átakanlegur unglambadauði um vor- ið. Kvíær mjólkuðu treglega um sumarið. Heimtur voru held- ur góðar um haustið, en fje var rýrt af afrjettum sakir gras- skorts, og skarst því eigi vel um haustið. J>ó var það betra á hold en mör. Bráðapest var skæð um veturinn á Vestfjörðum og í Borgarfirði, sömuleiðis víða á Austfjörðum. Að öllu sam- töldu má segja, að fyrir harðindanna sakir hafi eigi sauðfje fækkað til muna nema helzt í Dala- og Snæfellsnessýslum; en kýr fækkuðu mikið, þar eð þær voru skornar svo víða frá kind- unum. En hörmulegast er til þess að vita, að víða var svo nyrðra, einkum í Skagafirði og Húnavatnssýslu, að heyleysið stafaði einungis af hrossa- og tryppa-grúanum, sem menn ala þar upp, því að sá fjenaður komst allur á gjöf sem aðrar skepn- ur, og þeir, sem vildu líkna þeim, urðu þá að miðla þeim af forða annnara skepna, og komust svo á heljarþrömina með all- an sinn búpening. Fjöldi hrossa og tryppa horfjell í Skaga- firði og víðar, og víða voru hross eigi vikafær fram á mitt sumar. Á nokkrum bæjum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl- um kom upp drepsótt (skjögurveiki) á hrossum, sem drap þau á stuttum tíma, en eigi breiddist hún mikið út. Framan af vetrinum næsta var lítið gefið, og víða komu eigi sauðir í hús til gjafar til nýárs. Bráðapestin stakk sjer víða niður, en þó eigi til stórskaða nema vestra, sem áður er sagt.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.