Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Síða 24
24
ÁRFERD 06 ATVINNUVEGIR.
gjört liofir verið. Frá öðrum afloiðingum af þessari ferð Trolles
verður sagt í frjettum frá næsta ári.
Hvalrékar urðu nokkrir um vorið, og komu þeir sem vant
er að vera með ísnum, og sprungu í honum; má hér geta hinna
helztu þeirra. Nálægt 10. marz náðist hvalur í ísnum undan
Harastaðakoti á Skagaströnd, var hann 50 álnir milli skurða.
Sömuleiðis sprungu tveir í ísnum undan Breiðabólstað í Fells-
hverfi, og urðu skornir hálfir, en hitt hvarf aptur í ísrekið.
Svo rak og 3 við ísafjarðardjúp og 2 eða 3 í Sæmundarvík á
Ströndum um páskaleytið. þ>á sprakk og hvalur í ísnum á
Eyjafirði innarlega, nálægt Grenivík, um 260 faðma frá austur-
landinu; fundu hann menn, er heima áttu annars staðar, og vildu
þeir eigna sjer fundinn, en hinir, er land áttu þar að sjó,
vildu láta hvalinn vera í landhelgi, og telja hann sína eign.
Varð að lyktum sá endir á, að hvalurinn var skorinn, og hlutu
báðir nokkuð, en samt var allmikill málatilbúnaður út af hvaln-
um, og spratt það allt af hinum ónákvæmu ákvörðunum um
landhelgi og landfestu. í október rak hvalræfil á Naustabrekku,
á Bauðasandi, og varð hann að nokkru gagni.
Með ísnum komu birnir margir og gengu á land, mest í
Eyjafirði og Beyðarfirði; engum gjörðu þeir mein; nokkrir þeirra,
sem komu á land í Eeyðarfirði, urðu unnir.
TrjáreJd var nokkur, og einkuin í ísnum sjálfum nyrðra.
Undir og um haustið rak og í Vesturskaptafellssýslu afarmíkið
af tegldum eða köntuðum trjám, flöskum og fl. og var á þeim
letur, er benti til að það væri frá Ameríku. í einni flöskunni
var brjef, dagsett fyrir 16 árum. fað má og geta þess með
höppum af sjó, að um sumarið í júlí rak afarstórt seglskip í
Höfnunum, alhlaðið timbri; skipið liðaðist þar sundnr á skerj-
um en mestu varð samt. bjargað eða rak til lands Skip þetta
var mastralaust og ekkert mannsbarn á því, og ekkert er bar
vitni um að menn hefði verið á því nýlega; leit helzt svo út
að skipverjar hefðu höggvið möstrin og síðan flúið skipið. Eng-
inn vissi hvaðan það var, en öll líkindi voru til að það væri frá
Ameriku. Á því voru um 30000 planka, og var það allt selt
við opinbert uppboð. Keyptu þeir Vídalín og Eggerz kaup-
menn í Eeykjavík mikið af þeim, og seldu síðan út aptur og
þóttu það góð kaup.