Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 28
28 ÁRFERD OG ATVINNUVEGIR. izt allir í land þar upp í íjöruna <á tveim bátum er til skips- ins heyrðu, og voru búnir að því um kl. 6. Stóðu þeir þar þá í fjörunni 24 saman í blindbil og grimmdarhörku, holdvotir og kaldir; samt áræddu 5 af þeim að reyna að leita byggða, en hinir Ijetu fyrir berast á meðan í fjörunni. Þessir 5 menn fóru af stað og komust heim að Skógarnesi, og voru nær dauða en lífi, og báðu bjargar. Var þá þegar um kveldið sent til næsta bæj- ar og beðizt mannhjálpar til þess að ná mönnunum og koma þeim heim til bæja. Var svo gjört, og þegar farið til sjávar og fundust skipverjar þar víða illa til reika, og höfðu nokkrir þeirra látið fyrir berast í klottaskoru einni, sem hálffull var með sjó og ís, en aðra hafði hrakið þar með fjörunni. Þó fundust þeir að lokunum aflir, og urðu leiddir, dregnir eða bornir til Skógarness. Var þessu lokið um nóttina kl. 4. Voru þá margir illa kaldir, og flestir nokkuð, og þrír þeirra til stórskemmda: Kíhl skipstjóri var skaðkalinn á vinstri hendi. Matgjörðarmað- ur skipverja var verst leikinn og ljezt hann skömmu síðar af sárum. Nú var þegar sent til Keykjavíkur, til þess að boða þessi voðatíðindi, og brá póstmeistarinn þegar við og fór með lækni vestur. og annaðist um það, er hans efni snerti, og kom hann með fjóra af skipverjum að vestan með sjer, en 14 voru komnir áður, en fimm voru eptir í sárum, og biðu þangað til þeir voru orðnir ferðafærir. Skipið sat þar fast á skerinu, sem það var komið, og var sem hafísjaki að sjá; var nú þegar farið að gjöra ráðstöfun til þess að bjarga einhverju úr því, en gekk lítið ; bát.a þá, er skipverjar björguðust á í land, höfðu þeir misst, svo að eigi var nema einu fjögramannafari á að skipa. pó náðist pósttaskan úr því og eitthvað lítið annað smálegt. En hefði annars verið duglega gengið fram í að útvega skip og báta, hefði verið alhægt að bjarga miklu meiru, en það gat þá eigi orðið einhverra orsaka vegna, eða að minnsta kosti fór það svo, að skipið skriðnaði hægt og hægt niður af skerinu og á kaf, og yddir á mastrið við fjörur. Síðan rak allmikið úr skipinu, þar á fjörur, og segja sögur að allóvendilega muni hafa verið farið þar að með vogrek þessi, en þar eð torvelt hefir þótt að vottfesta þær, og eigi er vissa um sönnur á þeim, viljum vjer eigi fara lengra út í þær hjer. Margir biðu afar- mikinn skaða við strand þetta, þar eð margt það, er á skip-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.