Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 34
34 MENNTUN. var eigi komið í rjetta röð eða til fullra afnota um árslokin, og heyrir því til næsta ári að skýra frá því og tilhögun þess. Um vorið var bókasafn Jóns Sigurðssonar fiutt í 43 kössum, og var eigi lokið að raða því heldur við árslokin, svo að þá var eigi orðið kunnugt, hve mikið og fullkomið það var. Enn fremur sendi Geheime-Etazráð, dr. jur. & philos. A. F. Krieger landsbókasafninu töluvert safn af góðum bókum. Forngripasafninu var raðað niður um haustið í herbergj- um þeim uppi á þinghúsloptinu, sem því var ætlað: er því þar vel og fagurlega raðað, en húsrúmið er svo takmarkað, að það verður undir eins of lítið ef nokkuð bætist við. Herbergi þau, sem því eru ætluð, eru þrjú; fremst er það, sem nýjast er, mest útskurður, gamalt rúm o. s. frv. Miðherbergið er ætlað fyrir hluti frá miðöld íslands, og er þar mest kvennsilfur, kvenn- búnaður, trjelíkneskjur gamlar úr kirkjum, krossmörk, myndir o. fl., en innst er fornöldin sjálf, og rís þar öndvegi fyrir miðri hlið er inn er komið, búið öndvegissúlum með ramm- fornum skurði. í*ar eru og leifar þær, er fundizt hafa í göml- um haugum og í jörðu á íslandi, gömul veggtjöld, vopnaleifar o. s. frv. Far er og afarmikið af ýmsum steinaldarmenjum, svo sem hömrum, hnífum, örvar- og spjótaoddum o. fl , er forn- gripasafninu voru send fyrir nokkrum árum frá fornleifasafninu í Kaupmannahöfn |>enna sal prýðir og einn hinn fegursti grip- ur, er komið hefir til íslands; það er gypssteypa af hinni nafn- frægu Hermesarmynd, er fannst í jörðu í Aþenuborg fyrir skömmu síðan. Mynd þessi nær að sönnu eigi nema niður á brjóstið (Buste), en er eigi að síður fullkomið meistaraverk hinnar grísku íþróttar. Hún mun vera eptir Praxiteles (á 4. öld f. Kr.). Safnið er opið kl 1—2 á miðvikudögum og laug- ardögum, og hefir fornfræðingur Sigurður Vigfússon umsjón með safninu. Náttúrusögusafn er hjer ekkert til nema lítið eitt við ærða skólann. Benidikt skólakennari Gröndal hefir um nokk- urra ára tima safnað miklu og ágætu safni, einkum af hinum lægri dýrum, og dregið upp náttúrumyndasafn allmikið; er það gjört með mestu snilld. IJetta ár var honum veittur 200 kr. styrkur til þess að halda safni þessu áfram, með því móti að það væri lagt til náttúrugripasafns lærða skólans síðar.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.