Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Síða 37
MENNTUN.
37
er líka ónýtt, enda vantar og í það sum af betri kvæðum Sig-
valda, því hann hafði ort mörg guðrækileg og lagleg kvæði, en
stúlkuvísum og beinakerlingavísum er þar raeira helgað sæti en
við á; þar bera þær annað ofurliði. Það er líkt með þetta kver
og kvæðabókina sælu hans Jóns á Víðimýri, að einn af prestum
vorum hefir stjórnað kvæðavalinu, röð þeiira og útgáfu, og er
slíkt daufur vottur um smekkvísi þeirra Þá voru og gefin út
Ljóðmœli Steingríms Tliorsteinsonar, og eru þau hin eina bók,
er að kveður í þá átt. Svo sem flestum mun kunnugt, hafa
kvæði Steingríms unnið sjer mikla hylli meðal íslendinga, og
var því af öllum tekið fegins hendi við henni. Sumir af hin-
um yngri menntamönnum amast að sönnu heldur við henni,
og þykir hún eigi fylgja vel tímanum, og segja sem svo, að
Steingrímur sje að sönnu gott skáld, en það sje að honum, að
hann sje svo sem 50 árum á eptir tímanum, og þykir hann
eigi svara til þeirrar stefnu, sem umbótasýki (radicalismus)
þeirra krefur. En hvað sem um það er að segja, er kver
þetta jafnágætt fyrir það, fullt af fegurð, djúpsæjum lífsskoð-
unum og hreinum siðgæðishugsunum, og heldur jafnan skildi
uppi fyrir hugsjón fegurðarinnar og hins góða. Jafnvel beztar
eru eptir hann smávísur og kýmni, því að þar er opt samfara
djúp lífsskoðun á bak við, og bitrasta spott um rembilæti mann-
anna í öllum þeirra eymdarskap. Og hvað sem skipast í sögu
hins íslonzka skáldskapar, má ætla, að seint muni fyrnast mörg
af ljóðum hans, þar sem þau nú þegar eru orðin eign hinnar
íslenzku þjóðar.
Nokkuð kom út af íslenzkum ritum erlendis, og er það því að
þakka að þar er orðið svo almennt að stunda hinar fornu bók-
menntir vorar. í*ar kom út hið fyrra hepti af þriðja bindi af
Eddu Snorra Sturlusonar, er Árna Magnússonar nefndin gaf
út 1848 -52. Hepti þetta hefir verið nærri 30 ár á leiðinni,
enda er margt fróðlegt í því. Þar eru skýringar á vísum í Eddu,
og á Háttatali Snorra sjerstaklega, og svo sháldatal hið forna,
og æfisögur nokkurra þeirra framan af; er það ritað af mikl-
um lærdómi, allt á latneska tungu. Skýringarnar eru eptir
Sveinbjörn Egilsson, en skáldaæfirnar víst að mestu eptir Jón
Sigurðsson. IJá var þar og gefin út Gyðingasaga Brands bysk-
ups Jónssonar; er það vönduð útgáfa, öldungis stafrjett. I