Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 40
40
MENNTUN.
lega, og rannsakaði hoftótt eina geisimikla íLjárskógum. Tótt-
in sjest mjög greinilega að ofan; er liún kringd fyrir þann
endann, sem afhúsið hefur verið í, og sjest skilrúmið milli aðal-
hofsins og afhússins; engar eru dyr á því, en dyr inn í afhús-
ið á stafninum miðjum; aðaldyr tóttarinnar eru í miðja hlið.
Tótt þessi er að lengd 88 fet, og 54 fet á breidd. Hofs þessa
er hvergi getið í sögum. önnur hoftóttin fannst og var skoð-
uð á Rútstöðum í Breiðaíjarðardölum. Tótt sú er mjög lík hof-
tóttinni á pyrli, sem getið er um í fyrra, nema lítið eitt stærri.
J>essar rannsóknir Sigurðar hjálpa mikið við sönnunum fyrir
sannindum sagnanna; auk þessa eignaðist og Sigurður marga
góða forngripi, myndir skornar og dregnar, og lagði hann það
allt til forngripasafnsins.
Minnisvarði Jóns Sigurðssonar. — J>ess var getið í frjettum
frá fyrra ári að send hefði verið út um land boðshrjef til landsmanna
um að gefa til minnisvarða á leiði þeirra lijóna, Jóns Sigurðs-
sonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Fjekk fyrirtæki þetta þá
þegar svo góðar undirtektir meðal landsmanna, að það safnað-
ist skjótt saman sem svaraði 4400 kr. Yar því tekið að vinda
hráðan bug að því, að útvega minnisvarðann frá Kaupmanna-
höfn, og kom hann 1 nóvembermánuði. En er að því kom, að
setja skyldi upp varðann reyndist steinhorgi sá, er yfir gröfinni
var, ótraustur, og varð því að rífa hann allan upp, og hlaða
hann að nýju miklu traustara. Að því húnu var varðinn reist-
ur, og beið hann svo, hjúpaður hlæjum, þangað til 7. desemhr.
að hann skyldi afhjúpaður. J>ann dag var veður hið fegursta,
dálítið frost og heiðviðri. Gengu þá um hádegi bæði stúdentar,
skólapiltar, iðnaðarmenn og verzlunarmenn hæjarins fram í
kirkjugarðinn í tvísettri fylkingu, og har hver flokkur sinn fána.
Auk þess flykktist og saman mesti manngrúi hvervetna að.
Framan við leiðið var reistur pallur, og stóðu á honum for-
menn varðans, nánustu ættingjar þeirra hjóna og umráðamenn
kirkjunnar. Síðan hófst hornahlástur undir stjórn Helga Helga-
sonar, og var fyrst blásið lagið: «Alt oprejst múnen stdr bag
sorte skyer», en síðan kvæði, er Steingrímur Thorsteinsson
hafði ort til þess, sungið undir stjórn Jónasar Helgasonar. J>á
er söngurinn var á enda hóf Halldór Friðriksson ræðu, og tók