Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 44
44
MANNALAT.
eigi annað f}TÍr, en að pau hefði hvergi verið par nálæg, en
Guðmundur kvaðst ekkert muna fyrir ölæði annað en pað, að
hann hefði orðið Kristmanni samferða af Kolviðarhóli. Unnu
pau öll eið að pessu, og svo var málið látið kyrrt liggja. Um
árslokin var tekið að hreyfa við pví aptur, pví að margir ætt-
menn og kunningar Kristmanns heitins voru óánægðir með
pessi úrslit, og pótti slælega fram gengið í rannsóknunum. Frá
pví skal nákvæmar skýrt í frjettunum frá næsta ári.
pessir eru peir embættismenn, er látist hafa petta ár;
Skúli Magnússon Norðdal, sýslumaður í Dalasýslu andað-
ist 1. dag júnímánaðav. Hann var fæddur 5. dag janúarmán-
aðar 1842, útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1862 með bezta
vitnisburði, og sigldi þá þegar til háskólans. og tók þar lög-
fræðispróf 1869; hann varð sýslumaður í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu 1871 og fjekk síðan Dalasýslu 1877; hann var
vel gáfum búinn. Hann ljezt af brjóstuppdrætti.
Sveinn prófastur Níelsson, fyrrum á Staðarstað, Ijezt í
Reykjavík 17. dag janúarmánaðar. Hann var fæddur á Kleif-
um í Gilsfirði 14. dag ágústmánaðar 1801, og var í Bessastaða-
skóla 1820—1824, og útskrifaðist þaðan með bezta vitnisburði,
Síðan var hann 2 ár skrifari hjá Birni sýslum. Blöndal í Húna-
vatnssýslu, en 1827 varð hann djákni að Grenjaðarstað; 1835
varð hann prestur á Blöndudalshólum, 1844 á Staðarbakka og
1850 á Staðarstað. par var bann prestur þar til hann sagði
af sjer 1874 Prófastur var hann jafnframt í Snæfellsnessýslu
1866—74, þá settist hann að í Reykjavík með börnum sínum,
þar t.il 1879, að hann fjekk Hallormsstað; þjónaði hann þar 1
ár, en gat þá eigi lengur fyrir ellilasleika sakir, og hvarf því
til Reykjavíkur aptur 1880 Hann var tvíkvæntur, og átti
Guðnýju og Guðrúnu ; eru 5 af börnum hans á lífi, og er eitt
þeirra dómkirkjupresturinn í Reykjavik. Sveinn prófastur var
lærdómsmaður mikill og latínumaður mikill, svo og vel að sjer
í sögu lands vors, sem prestatal hans ber vitni um. Hann var
ágætur kennimaður, og mjög virtur.
Jón Hávarðsson, emeritprestur að Ósi í Breiðdal, andaðist
5. dag marzmánaðar. Hann var fæddur 10. dag ágústmánaðar
1800 á Hóli í Norðfirði í Múlasýslu, nam skólanám sitt í Bessa-
staðaskóla. Hann vígðist 1828, og var fyrst aðstoðarprestur