Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Síða 45

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Síða 45
MANNALÁT. 45 að Skoirastað, þar til hann fjekk veiting fyrir því brauði 1845, og síðan Heydali 1857. Hann sagði af sjer prestskap 1868 fyrir augnveikis sakir. Hann þótti heldur merkur prestur. — ['á andaðist og Olafur prestur Bjarnarson frá Kíp, á Hjalta- stöðum 27. dag marzmánaðar. Hann var fæddur á Ríp í Hegra- nesi 27. dag nóvembermánaðar 1844, útskrifaðist úr Reykja- víkurskóla 1872 með annari aðaleinkunn, og fór síðan ápresta- skólann og útskrifaðist þaðan 1874. Samsumars var liann vígð- ur til Rípur, og var þar prestur til þess honum var veitt Hof á Skagaströnd 11. des. 1880, en þá var hann orðinn sjúkur, og sagði því þegar af sjer. Hann var lieilsulaus alla æti, en gáfaður vel. — 25. dag júnímánaðar ljezt Jón prestur Hjart- arson á Gilsbakka í Mýrasýslu. Hann var fæddur á Gilsbakka 1. dag nóvembermánaðar 1815; hann gekk í gegnum Bessastaða- skóla, og var vígður 1839, og var þá fyrst aðstoðarprestur hjá föður sínum á Gilsbakka. Síðan varð hann prestur að Krossi í Landeyjum 1847, og svo að Gilsbakka 1860 og til dauðadags. Hann var vænn maður og vel metinn í hjeraði. - pá ljezt og einn af hinum merkustu og ágætustu kenuimönnum hjer á landi Halldór prófastur Jónsson á Hofi í Vopnafirði 17. dag júlí- mánaðar. Hann var fæddur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 25. dag febrúarmánaðar 1810; ár 1840 var honum veittur Glaumbær í Skagafirði, og vígðist hann þangað vorið 1841. 1848 varð hann prestur að Hofi, og var það til dauðadags. Pró- fastur var hann öll þau ár, er hann var á Glaumbæ, og svo á Hofi frá 1864. Halldór prófastur var einn af hinum merkari mönnum þessarar aldar, jafnt að því er snertir menntun og annað ; hann var lengi þingmaður, fyrst konungkjörinn og síð- an fyrir Norður-Múlasýslu, og kom þar fram sem þjóðhollur maður. Hann átti fjölda mörg börn, kom öllum sonum sínum í skóla, og eru þeir hinir nýtustu menn. Auk þess kostaði hann og marga aðra námsmenn til skólamenntunar, að meiru eða minnu leyti, og studdi hvar sem var að framförum og þjóð- megun. Hann var einn hinn mesti höfðingi í hjeraði og heim að sækja hjer um land. — Hannes Stephánsson Stephensen, prestur að t’ykkvabæjarklaustri, ljezt 13. dag ágústmánaðar. Hann var fæddur að Kálfafelli á Síðu 18. dag febrúarmánaðar 1846, útskrifaðist af lærðaskólanum 1867 með annari aðalein-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.