Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 46
46
MANNALÁT.
kunn, og gekk síðan prestaskólaveginn. Hann vígðist haustið
1871 til Fljótshlíðarþinga og var þar prestur þangað til vorið
1878 að hann fluttist til Þykkvabæjar, er honum hafði verið
veittur í des. árinu áður. Hann var dugnaðarmaður mikill og
vel látinn. — I'á Ijezt einnig Einar Hjörleifsson fyrrum prest-
ur á Vallanesi, 19. dag ágústmánaðar. Hann var fæddur á
Bakka í Borgarfirði 2 dag nóvembermánaður 1798; tveim ár-
urn síðar fluttust faðir hans að Valþjófsstað, og ólst Einar þar
upp, lærði síðan skólalærdóm hjá Bjarna presti Vigfússyni á
Eyðum, og var útskrifaður af Geir byskupi Vídalín. Ar 1823
vígðist hann aðstoðarprestur föður síns, en er hann var látinn,
var hann prestslaus um tíma, þar til hann varð aðstoðarprest-
ur Salómons prests Bjarnasonar á Dvergasteini 1832, og varð
hann prestur þar eptir hann 1835, og þangað til 1850, að hon-
um var veitt Vallanes; þar var hann þangað til hann sagði af
sjer við árslok 1877. Hann var þríkvæntur, og varð honum
eigi barna auðið nema með miðkonu sinni, er pórunn hjet; með
henni átti hann 14 börn, og lifðu 5 þeirra föður sinn, og er
eitt þeirra Hjörleifur prestur að Undirfelli í Vatnsdal. Einar
prestur var með merkari prestum þessarar aldar, bezti fjelags-
rnaður, menntavin mikill, og skörungur sveitar sinnar í hvívetna.
1874 var hann sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar. —
21. dag sama mánaðar andaðist Guttormur prestur Guttorms-
son á Stöð í Stöðvarfirði. Hann var fæddur á IJofi í Vopna-
firði 19. dag aprílmánaðar 1809. Er hann hafði fyrir nokkru
lokið skólanámi sínu, vígðist hann 1841, og var þá fyrst
aðstoðarprestur að Hofi í Vopnafirði til 1848, en síðan
prestlaus, þangað til honum var veitt Stöðvarprestakall
1852; þar var hann prestur til dauðadags. Hann þótti
holdur merkur maður og menntaður vel. — Snemma í nóvem-
bermánuði andaðist Páll Tómasson, prestur á Iínappstöðum í
Stýflu. Hann var fæddur 10. dag nóvembermánaðar 1797.
1828 vígðist hann prestur að Miðgörðum í Grímsey; 1834 varð
hann prestur að Miðdal í Laugardal til 1841, en 1843 fékk
liann Knappstaði í Skagafirði, og var þar þangað til vorið 1881,
að hann sagði af sjer prestskap, og Knappstaðir voru samein-
aðir Barði í Fljótum. Hann var allvel gáfaður maður, nokkuð