Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 47

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 47
MANNALÁT. 47 einkennilegur, prédikaði alla æli blaðalaust, seni fáir gjöra nú á dögum. Meðal annara merkra manna, er látizt hafa á þessu ári, má nefna þessa hina helztu: Ari Arason kansellíráð á Flugu- mýri ljezt 12. dag septembermánaðar. Hann var fæddur á Flugumýri á nýársdag 1813. Hann lærði fyrst skólalærdóm hjá Pjetri prófasti Pjeturssyni á Yíðivöllum, en síðan hjá Gunn- laugi Oddssyni dómkirkjupresti, og útskrifaðist af honum. 1831 sigldi hann til háskólans, og las þar læknisfræði, en tók aldrei próf. 1839 kom liann inn aptur, og settist um kyrt á Flugu- mýri og reisti þar bú 1844, gekk sama ár að eiga Helgu, dótt- ur síra Þorvalds Böðvarssonar. Pau áttu saman 11 börn, og lifa 4 þeirra. 23. febrúar 1878 var hann sæmdur kansellíráðs- nafnbót. Hann var höfðingi mikill í hjeraði, framsýnu og ráð- snjall, en heldur þótti hann í sumu undarlegur í ýmsum skoð- unum sínum. — 25. dag aprílmánaðar druknaði Ásgeir Finn- bogason, dannebrogsmaður á Lundum í Borgarfirði; hann var að fylgja manni yfir Þverá á ísi, en drukknaði niður um ísinn. Hann var með merkustu bændum hjer á landi; var á sjötugs- aldri. — 1. maí ljezt Guðmundur Franklín Guðmundsson, búfræðingur á Mýrum í Dýrafirði (f. 9. des. 1855). — 17. júní lézt Friðgeir bóndi Olgeirsson á Garði í Fnjóskadal, bezti smiður og í öllu vel metinn (f. 11. júli 1834). — 6. maí dó Páll Johnsen, fyrrum faktor á Akureyri. — 27. ágúst lézt Edward Siemsen, fyrrum kaupmaður og konsúll í lteykjavík, (f. 1815). — 17. október dó Christján Möller, fyrrum kaup- maður og veitingamaður í Reykjavík. Meðal imrláskvenna þeirra, er ljetust, má neíisa þessar: 10. dag aprílmánaðar ljezt Anna Guðrún Eiríksdóttir, kona Jóns Borgfirðings, lögregluþjóns í lieykjavík (f, 8. febr. 1828). — 3. apríl dó húsfrú Ólína Egilson, kona Egils Egilssonar, alþingismanns í Reykjavík. — 21. apríl dó Gytta Elín Thorla- cius, ekkja Bjama heitins iæknis Thorlacius á Eskifirði — 12. júlí andaðist frú pórunn Ottesen, ekkja Pjeturs Ottesens, fyrr- um sýslumanns í Mýra- og Hnappadalssýslu, 88 ára gömul (f. 24. júní 1793). — 6. september dó frú Guölaug Guttorms-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.