Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 48
48
MANNALÍT.
dóttir, ekkja Gísla heitins læknis Hjálmarssonar. — 29. sept-
ember dó frú Kristrún JönsdótUr, ekkja Hallgríms heitins
Jónssonar, prófasts á Hólmum, 75 ára gömul — 17. nóvember
dó ungfrú Laufey Bjarnardóttir á Laufási, 24 ára (f. 12. júlí
1857). — 19. nóvember dó frú Ingigerður Tömasdóttir, kona
Benedikts skólakennara Gröndal í Reykjavík, 34 ára gömul. —
10. desember ljezt frú Kristín Eggertsdóttir Claessen, á Sauð-
árkrók (f. 1849).
Þá er og vert að geta tveggja íslenzkra merkismanna, er
nú um langan tíma bafa alið aldur sinn í Danmörku, og önd-
uðust á þessu ári: það eru Magnús Eiríksson og Jón Johnsen.
Hinn fyrnefndi var fæddur 22. dag júnímánaðar 1806 að
Skinnalóni á Melrakkasljettu. Hann missti föður sinn ungur,
en stjúpi hans, er þá varð, kom honum í Bessastaðaskóla, og
tók hann burtfararpróf þaðan með hinum bezta vitnisburði.
Eptir það var hann um tvö ár skrifari hjá Krieger stiptamt-
manni hjer, en fór síðan utan með ráði hans, og las guðfræði
við háskólann; tók hann embættispróf í henni 1837 með bezta
vitnisburði. Stóðu honum þá þegar til boða góð embætti hjer
á landi, en þar eð hann var eigi í öllu samkvæmur trúarsetn-
ingum þeim, er kirkjan heíir löggilt, gat hann eigi fengið af
sjer að kenna gagnstætt sannfæringu sinni, og fór því hvergi.
Hann sat því um kyrt í Höfn, og lifði þar alla æfi við hinn mesta
skort og fátækt, og stóð i sífelldum deilum við kirkjuna og
kirkjutrúna; hann átti hvergi höfði sínu að að halla, þangað
til síðustu árin, að hann fjekk fjestyrk nokkurn sjer til upp-
eldis. Barátta hans við kirkjutrúna er alkunn hjer um land,
og heíir hann gefið tvo ritlinga út á íslenzku um það efni;
það kom eigi af vantrú, heldur af bjargfastri trú að annað en
kirkjutrúin væri betra og rjettara, því að hann var allra manna
guðhræddastur. Hjarta hans stóð öllum opið, og öllum þótti
vænt um hann, og það jafnvel þó að mótstöðumenn hans væri;
engum synjaði hann hjálpar sinnar, ef hann annars átti eyris-
virði til umráða. Hann var heiðursfjelagi bókmenntafjelagsins
síðan 1857, og optast varaforseti þess síðan 1848. Hann aud-
aðist 3. dag júlímánaðar, og var útför hans sæmileg gjör af