Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 49
MANNALÁT.
49
íslendingum og öðrum vinum hans í Garnisons kirkjugarði í
Kaupmannahöfn; þegar eptir dauða hans var farið að safna fje
til minnisvarða á leiði hans.
Jón Jóhnsen etazráð var fæddur 24. dag febrúarmánaðar
1806 á Drumboddsstöðum í Árnessýslu, var útskrifaður af
Árna stiptisprófasti Helgasyni 1826, og fór þá þegar til háskól-
ans. Embættispróf tók hann í lögvísi 1830 með bezta vitnis-
burði. 1836 varð hann assessor og jústizsekreteri í landsyfir-
rjettinum í líeykjavík; en sótti þaðan 1848, og varð þá bæjar-
fógeti í Álaborg. í*ar hafði hann og ýms önnur störf á hendi;
þessu embætti sínu hjelt hann þar til 1873, að hann sagði
af sjer sökum sjóndepru. Hann var alla æfi mesti elju- og
starfsemdarmaður, ljet sjer mjög annt alla jafna um hag ís-
lands, og hjelt uppi rjetti þess af öllum mætti á hinum
fyrstu þingum hjer. Embættisfærslu alla vandaði liann mjög;
hann hefir ritað Hugvekju um þinglýsingar, jarðakaup, veð-
setningar og peningabrúkun hjer á íslandi, ágæta bók, og svo
Jarðatalið, er kom út 1847, sem er í alla staði vandað og
ágætt rit. Hann var heiðursíjelagi bókmenntafjelagsins yfir
20 ár. Hann ljezt 7. dag júlímánaðar.