Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 2
4 Löggjöf og landsstjóm.
eigi óverulegar, gerðar við frumvarpið frá pinginu 1887; var
sú helzt, að landstjórinn einn átti að staðfesta lög alpingis,
en ef konungi sýndist lögin síðan viðsjárverð, sökum sambands
íslands og Danmerkur, pá getur hann ónýtt staðfesting lands-
stjórans, »ef hann gerir pað innan árs frá pví að lögin hafa
verið birt á lögboðinn hátt á íslandi*. Gekk málið með pess-
um breytingum gegnum neðri deildina og var sampykkt par
af öllum porra atkæða. En er málið kom fyrir efri deildina,
par sem Jón A. Hjaltalín var framsögumaður pess, urðu eptir
allmikið pras á pví gagngerðar breytingar. Hin sjerstaklegu
málefni landsins skulu vera pau, sem nefnd eru í lögum um
hina stjórnarlegu stöðu ísland í ríkinu 2. jan. 1871., 3. gr.
Hinn æðsti valdsmaður hjer á landi skal heita jarl, og getur
konungur látið hann framkvæma allar stjórnarathafnir í hin-
um sjerstöku málefnum landsins í sínu nafni og umboði. Jarl-
inn er ábyrgðarlaus og tekur sjer 3 ráðgjafa, er bera ábyrgð á
öllum stjórnarathöfnum peim, er peir, einn eða fleiri, skrifa
undir með jarli; skal jarl lýsa yfir pví, innan mánaðar, hvort
hann staðfesti lög, sem lögð hafa verið fyrir hann til stað-
festingar, eða vilji leita vilja konungs í pví efni, og getur
konungur pá synjað peim staðfestingar, hvort sem jarl hefir
staðfest pau eða ekki. Landsyfirdómurinn er æðsti dómstóll í
öllum málum, er varða stjórn landsins eða ábyrgð á hendur
ráðgjöfunum. A alpingi sitja 36 pingmenn: 24 í neðri deild,
allir pjóðkjörnir, en í efri deild 12, er kosnir skulu 4 af jarl-
inum í nafni konungs, en 8 af amtsráðunum, og skal kjör-
gengi til peirrar deildar bundið við 36 ára aldur, og eiga par
setu æfilangt. Dómsvaldið skal greina frá umboðsvaldinu með
lögum, o. s. frv. |>á er breytingar pessar og undirtektir hinna
konungkjörnu urðu kunnar, varð uppi fótur og fit á meiri
hluta neðri deildar og gripu pessari miðlun eða tilraun til
samkomulags fegins hendi, enda hafði málið aldrei komizt
jafnlangt áleiðis áður. En minni hlutin dró sig í hlje og pótti
ískyggilegar breytingarnar og sumar herfilegar. En tíma brast
til pess að málið yrði rætt í neðri deildinni og varð pví að
falla niður við svo búið að sinni. fótti meiri hlutanum sem