Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 8
10 Löggjöf og landsstjórn. Guðmundsson, Guðmundur Hélgason, Sigfíis Jónsson og Ó- lafur Sæmundsson, er varð aðstoðarprestur föður síns, sjera Sæmundar Jonssonar í Hraungerði, 29. sept. En lausn frá prestskap fengu: BenidiM Kristjánsson, í Múla, sakir heilsubrests, 11. júlí; Magnús Bergsson, í Heydölum, fyrir elli sakir, 18. sept.; porkell Eyjólfsson, á Staðarstað, 26. sept. Heiðurs&jafir af styrktarsjóði Kristjáns konungs hins ní- unda fengu Einar bóndi Guðmundsson á Hraunum í Skaga- fjarðarsýslu og Guðmundur Ingimundarson á Bergstöðum í Arnessýslu, 140 kr. hvor, fyrir framkvæmdir í búnaði. Heiðursmerki. Pjetur biskup Pjehirsson fjekk 16. apríl stórkross dannebrogsorðunnar, og Jón Pjetursson, yfirdómsfor- seti, heiðursmerki dannebrogsmanna. Kirkjumál. Biskupaskipti urðu hjer landi á pessu ári. Beiddist Pjet- ur biskup Pjetursson lausnar og var honum 16. apríl veitt hún af konungi frá 25. inaí; s. d. var dómkirkjuprestur Hall- grímur Sveinsson skipaður biskup, fór pegar utan og var vígð- ur af Fog, Sjálandsbiskupi, 30. maím.; kom hann aptur frá vígslu 21. júlím. Hin venjulega prestastefna var haldin í Reykjavík 4. júlím. Voru par samankomnir 23 prófastar og prestar. Var par út- hlutað fjárstyrk handa 9 uppgjafaprestum og 52 prestaekkjum; var prestaekknasjóðurinn pá orðinn 17,479 kr. 59 a. Sjera pórarinn Böðvarsson bar upp frumvarp um tekjur kirkna, er breytt var í ýmsum atriðum frá pví, sem hann hafði meðferð- is árið áður (sbr. Fr. f. á. 11. bls.), og var sampykkt að pað skyldi lagt fyrir alpingi. J>á var og samþykkt að leggja fyrir alpingi lög um laun handa organleikurum og um annan kostn- að til pess að halda uppi söng í kirkjunum. Hafði sjer Arn- ljótur ólafsson pegar samið frumvarp um pað efni. Misklíð sú, sem risið hafði í Mosfellsprestakalli út af flutningi kirkjunnar að Lágafelli, rjenaði stórum, og voru flest- ir undir árslokin orðnir ánægðir með breytinguna, enda varð

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.