Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 8
10 Löggjöf og landsstjórn. Guðmundsson, Guðmundur Helgason, Sigfús Jónsson og Ó- lafur Sœmundsson, er varð aðstoðarprestur föður síns, sjera Sæmundar Jónssonar í Hraungerði, 29. sept. En lausn frá prestskap fengu: Benidikt Kristjánsson, í Múla, sakir heilsubrests, 11. júlí; Magníis Bergsson, í Heydölum, fyrir elli sakir, 18. sept.; porkell Eyjólfsson, á Staðarstað, 26. sept. Heiðursgjafir af styrktarsjóði Kristjáns konungs hins ní- unda fengu Einar bóndi Guðmundsson á Hraunum í Skaga- fjarðarsýslu og Guðmundur Ingimundarson á Bergstöðum í Arnessýslu, 140 kr. hvor, fyrir framkvæmdir í búnaði. Heiðursmerki. Pjetur biskup Pjetursson fjekk 16. apríl stórkross dannebrogsorðunnar, og Jón Pjetursson, yfirdómsfor- seti, heiðursmerki dannebrogsmanna. Kirkjumál. Biskupaskipti urðu hjer landi á pessu ári. Beiddist Pjet- ur biskup Pjetursson lausnar og var honum 16. apríl veitt hún af konungi frá 25. maí; s. d. var dómkirkjuprestur Hall- grwiur Sveinsson skipaður biskup, fór pegar utan og var vígð- ur af Eog, Sjálandsbiskupi, 30. maím.; kom hann aptur frá vígslu 21. júlím. Hin venjulega prestastefna varhaldin í Reykjavík4. júlím. Yoru par samankomnir 23 prófastar og prestar. Yar par út- hlutað fjárstyrk handa 9 uppgjafaprestum og 52 prestaekkjum; var prestaekknasjóðurinn pá orðinn 17,479 kr. 59 a. Sjera þórarinn Böðvarsson bar upp frumvarp um tekjur kirkna, er breytt var í ýmsum atriðum frá pví, sem hann hafði meðferð- is árið áður (sbr. Fr. f. á. 11. bls.), og var sampykkt að pað skyldi lagt fyrir alpingi. þá var og sampykkt að leggja fyrir alpingi lög um laun handa organleikurum og um annan kostn- að til pess að halda uppi söng í kirkjunum. Hafði sjer Arn- ljótur ólafsson pegar samið frumvarp um pað efni. Misklíð sú, sem risið hafði í Mosfellsprestakalli út af flutningi kirkjunnar að Lágafelli, rjenaði stórum, og voru flest- ir undir árslokin orðnir ánægðir með breytinguna, enda varð

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.