Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 14
16 Atvinnuvegir. sírópi 5 a., af alls konar tóbaki 35 a. af hverju pundi, noma vindlum 1 kr. af hundraði hverju. Fyrir bindindismálum landsins gengust Góðtemplarar enn sem áður og mun hafa orðið heldur minna ágengt en að und- anförnu, nema á stöku stöðum, Reykjavík og Seyðisfirði, par sem fjelagatalan jókst að mun. pótti drykkjuskapur heldur fara í vöxt, einkum í kaupstöðum. rramkvæmdarnefnd stór- stúku íslands sendi út í ársbyrjun áskorun til landsmanna um að skora á alþingi ,að banna tilbúning, aðflutning og verzlun með áfengisdrykki hjer á landi og nema úr gildi lög um toll á áfengisdrykkjum. Var pví máli lítið sinnt yfir höfuð; pó fjekk ein stúkan, «ísafold» á Akureyri, safnað 9 hundruð und- irskriptum, en málið var pó aldrei borið upp á pingi. Fjelags- menn voru 1. febr. 1402, en stúkur samtals 15 á landinu. Samgöngur. Brúargerðinni á Ölvusá pokaði pað áfram petta árið, að lög pau, er pingið hafði samið, og ætlazt svo til að landssjóð- ur legði af mörkum 40,000 kr. með pví skilyrði, að sýslufje- Iðg Arness- og Rangárvalla-sýslu og jafnaðarsjóður suðuramts- ins legði til fyrirtækisins allt að 20,000 kr. í viðbót, voru staðfest af konungi 3. maí. Hafði Tryggvi Gunnarsson tekið að sjer brúarsmíðið og ljet pegar um haustið fara að afia grjóts til stöplanna, sem hlaðnir verða að sumri, en brúin skal verða fullgjör 1891. — Til vegagerða bæði á póstleiðum og öðrum vegum var úr landssjóði varið rúmum 20,000 kr.; var Jokið við Svínahraunsveginn niður til Reykjavíkur, haldið áfram að leggja veginn yfir Mosfellsheiði og aðrir vegir bættir víðsvegar um land. Að öðru leyti munu Skagfirðingar hafa unnið mest landsmanna að brúargerðum í sínu hjeraði á pessu ári. — Póstafgreiðslan á Breiðabólstað í Fljótshlíð var eptir skipun landshöfðingja, 19. jan., flutt að Oddaá Rangárvöllum. — Við hið sameinaða gufuskipafjelag gerði ráðgjafi íslands nýjan samn- ing 2. nóv. og skyldu nú famar 11 ferðir fram og aptur milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, en 10 ferðir alls umhverfis landið, enda jók alpingi tillagið úr landssjóði til strandferða

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.