Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 31
Mannalát. 33 Af lögfræðingum andaðist á pessu ári: John Hilntar Stephensen, sonur Ólafs Stephensens, yfir- anditörs og síðast bæjarfógetaí Varde á Jótlandi, Stefánssonar amtmanns á Hvítárvöllum, 11. maímán. í Kaupmannahðfn ókvæntur. Hann var fæddur 1846, tók embættispróf í lðgum 1870, varð síðan yfirrjettarmálfærslumaður, 1880 varð hann skrifstofusrjóri og 1885 forstjóri hinnar íslenzku stjórnardeiJdar eptir dauða Oddgeirs Stephensens. Hann var greindur vel, gegn og góður; var mjög heilsulítill mörg hin síðustu ár æfi sinnar. Af öðrum lærðum mönnum, er önduðust á þessu ári, má nefna Jón stúdent Jónsson, prófasts Jónssonar frá Steinnesi; hann andaðist á Ingunnarstöðum í Geiradal 22. des., nær fimmt- ugur. Af merkisbændum skal getið pessara: Pjetur Oestsson, Einarssonar hius auðga í Rauðseyjum, andaðist á Hríshóli í Beykhólasveit 1. janúarm., hálfsjötugur. Hann bjó allan sinn búskap eða 33 ár á Hríshóli og var hrepp- stjóri 15 ár, sáttasemjari og sýslunefndarmaður, þótti vandað- ur maður og nokkuð forn í skapi, stjórnsamur á sínu heimili. Fyrri kona hans var Ástríður Magnúsdóttir frá Skáleyjum Ein- arssonar, en síðari Guðlaug Jónsdóttir frá Höllustöðum. Eyjcilfur Jónssot/, Andrjessonar og Kristínar Jónsdóttur, á Vöðlum í Beyðarfirði, andaðist 13. febrúarm. Hann var fædd- ur 14. sept. 1820 á Vöðlum og var þar alla æfi, kvæntist 15. okt. 1848 Mekkínu Eyjólfsdóttur, Pjeturssonar í Karlsskála, og Margrjetar Ásbjartsdóttur. Hann var «siðpríðis-, sóma- og dugnaðarmaður.s pórður þorsteinsson á Leirá í Borgarfirði, þiðrikssonar, og Steinunnar Ásmundsdóttur, andaðist 2. marz. Hann var fæddur á Brennistöðum 1830, kvæntist 1854 Rannveigu Kol- beinsdóttur á Hofstöðum, fluttist 1868 að Leirá og bjó par við mikla rausn til dauðadags. Hann var hinn mesti dugnaðarmaður, gerði stórkostlegar jarðabætur, einkum á Leirá, reisti bæinn par allan af nýju úr tirnbri og kirkju vandaða, Ijet grafa 1400 faðma langa skurði til vatnsveitinga, hlaða túngarð 200 faðma langan og biyr út frá bænum 200 faðma langar, stofnaði bún- Frjettir i'rá í&iaiidi 1881) 3

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.