Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 31
Mannalát. 33 Af lögfræðingum andaðist á þessu ári: Jolin HUmar Stephensen, sonur Ólafs Stephensens, yfir- auditörs og síðast bæjarfógetaí Varde á Jótlandi, Stefánssonar amtmanns á Hvítárvöllum, 11. maímán. í Kaupmannahöfn ókvæntur. Hann var fæddur 1846, tók embættispróf 1 lögum 1870, varð síðan yfirrjettarmálfærslumaður, 1880 varð hann skrifstofustjóri og 1885 forstjóri hinnar íslenzku stjórnardeildar eptir dauða Oddgeirs Stephensens. Hann var greindur vel, gegn og góður; var mjög heilsulítill mörg hin síðustu ár æfi sinnar. Af öðrum lærðum mönnum, er önduðust á þessu ári, má nefna Jón stúdent Jónsson, prófasts Jónssonar frá Steinnesi; hann andaðist á Ingunnarstöðum í Geiradal 22. des., nær fimmt- ugur. Af merkisbændum skal getið pessara: Pjetur Gestsson, Einarssonar hius auðga í Rauðseyjum, andaðist á Hríshóli í Eeykhólasveit 1. janúarm., hálfsjötugur. Hann bjó allan sinn húskap eða 33 ár á Hríshóli og var hrepp- stjóri 15 ár, sáttasemjari og sýslunefndarmaður, pótti vandað- ur maður og nokkuð forn í skapi, stjórnsamur á sínu heimili. Fyrri kona hans var Ástríður Magnúsdóttir frá Skáleyjum Ein- arssonar, en síðari Guðlaug Jónsdóttir frá Höllustöðum. Eyjólfur Jónsson, Andrjessonar og Kristínar Jónsdóttur, á Vöðlum í íteyðarfirði, andaðist 13. febrúarm. Hann var fædd- ur 14. sept. 1820 á Vöðlum og var par alla æfi, kvæntist 15. okt. 1848 Mekkínu Eyjólfsdóttur, Pjeturssonar í Karlsskála, og Margrjetar Ásbjartsdóttur. Hann var «siðpríðis-, sóma- og dugnaðarmaður.v Jpórður þorsteinsson á Leirá í Borgarfirði, fúðrikssonar, og Steinunnar Ásmundsdóttur, andaðist 2. marz. Hann var fæddur á Brennistöðum 1830, kvæntist 1854 Rannveigu Kol- beinsdóttur á Hofstöðum, fluttist 1868 að Leirá og bjó par við mikla rausn til dauðadags. Hann var hinn mesti dugnaðarmaður, gerði stórkostlegar jarðabætur, einkum á Leirá, reisti bæinn par allan af nýju úr tiinbri og kirkju vandaða, ljet grafa 1400 faðma langa skurði til vatnsveitinga, hlaða túngarð 200 faðma langan og brýr út frá bænum 200 faðma langar, stofnaði bún- Frjettir l'rá íblandi 1883 3

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.