Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 38
40 Frá íslendingum í Vesturheimi. landi, og gaf skilningsleysi og svefnmóki pví, sem væri á pjóð- inni heima á íslandi, einkum sök á pví. Sjera Jón Bjarnason kom hingað til lands með konu sinni í ágústmánuði; ferðaðist síðan austur um land til Húsavíkur og kom aptur til Rvíkur og dvaldist par fram í desember. Presta fjekk hann enga til að fara vestur, nema eftelja skyldi prestaskólakandídat Hafstein Pjetursson, er pegar áður hafði heitið honum að gerast prestur íslendinga par í landi; varð hann síðan prestur safnaðarins í Argyle-byggð í Manitoba. Tók hann, pegar er hann var vestur kominn, að rita fremur hvatvíslegar árásir gegn kirkjustjórninni og trúarlífinu hjer á landi; komu pær greinir út í Sameiningunni og Lögbergi. — I Vesturheimi eru nú alls 5 ísl. prestar. Hin helztu rit, sem út voru gefiu par vestra petta árið, voru dagblððin «Lögberg» og «Heimskringla,» kirkjutímaritið «Sameiningin,» «Um prenningarlærdóminn og í;uðdóm Krists», eptir Kr. Janscn, pýtt af Birni Pjeturssyni, Páls saga biskups Jónssonar, og Hellismanna saga, og ýmsir aðrir smáritlingar.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.