Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 38
40 Frá íslendingum í Vesturheimi. landi, og gaf skilningsleysi og svefnmóki því, sem væri á pjóð- inni heima á íslandi, einkum sök á þvi. Sjera Jón Bjarnason kom hingað til lands með konu sinni í ágústmánuði; ferðaðist síðan austur um land til Húsavíkur og kom aptur til Evíkur og dvaldist par fram í desember. Presta fjekk hann enga til að fara vestur, nema ef telja skyldi prestaskólakandídat Hafstein Pjetursson, er pegar áður hafði heitið honum að gerast prestur íslendinga par í landi; varð hann síðan prestur safnaðarins í Argyle-byggð í Manitoba. Tók hann, þegar er hann var vestur kominn, að rita fremur hvatvíslegar árásir gegn kirkjustjóminni og trúarlífinu hjer á landi; komu pær greinir út í Sameiningunni og Lögbergi. — I Yesturheimi eru nú alls 5 ísl. prestar. Hin helztu rit, sem út voru gefiu par vestra petta árið, voru dagblöðin «Lögberg» og «Heimskringla,» kirkjutímaritið «Sameiningin,» «Um prenningarlærdóminn og guðdóm Krists», eptir Kr. Janson, pýtt af Birni Pjeturssyni, Páls saga biskups Jónssonar, og Hellismanna saga, og ýmsir aðrir smáritlingar.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.