Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 19
Menntun og menning. 21 en áður hefir verið og tryggja sjer skilríka skiptavini út um land. Á ísafirði var stofnað lokasafn fyrir meðalgöngu nokkurra menntavina. Tillagið er 2 kr. fyrir kaupstaðarbúa á ísafirði, en 4 kr. fyrir sveitamenn. |>að var pegar tekið til starfa og voru fjelagsmenn orðnir 60 í árslok. Af ritum þeim, sem prentuð hafa verið á árinu, skal að eins fárra getið. Bólcmenntafjelagið gaf út sín venjulegu rit: Skírni, Tímarit, Skýrslur, Frjettir og ísl. fornbrjefasafn, 3. hepti 2. bindis. — Á stórn pjóðvinajjelagsins varð sú breyt- ing á þinginu, að öll hin gamla forstöðunefnd fór frá, en kosn- ir voru aptur Jón Jensson yfirdótnari, sjera Benidikt Kristjáns- son og sjera þórarinn Böðvarsson. Krá fjelagiuu kom út And- vari, Dýravínurinn, 3. hepti, Barnfóstran, eptir Dr. J. Jónas- sen, og Almanak. — Meðal annara fræðirita má nefna Iðunni 7. bindi, Tímarit um uppeldi frá kennurum Flensborgarskól- ans, 2. árg., Sameiningin, útg. af sjera Jóni Bjarnasyni, Hvernig er oss stjórnað? eptir Jón A. Hjaltalín, Sjálfsfrœð- arinn 1—2. hepti (stjörnufræði og jarðfræði), Kvennafrœðar- inn, eptir El. Briem. — Af kenuslubókum komu út: Kennslu- hók íflatarmálsfrœði, eptir Halld. Briem, Ný kennslubók í ensku, eptir sama. Enskunámsbók eptir Geir T. Zoega. — Af vís- indalegum ritum má nefna doktorsdispútazíu Yaltýs Guð- mundssonar, «Privatboligen pá Island i sagatiden,* er hann varði 9. febrúarm., og rit þorvalds Thoroddsens, er sæmt var verð- launum af «Gjöf Jóns Sigurðssonar,» um «j>ekking manna og hugmynd um ísland frá elztu tímum fram að siðabót». (Út- dráttur af ritgjörð pessari er prentaður á dönsku í Geograf. Tidsskrift). Aptan við skólaskýrslu kom út framhald ritgjörð- ar Jóns þorkelssonar: Beyging sterkra sagnorða í íslenzku, 2. hepti. — Af skáldskaparritum þeim, sem út komu, má helzt nefna Kvæði eptir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi, Elding, og Högna og Ingibjörgu (skáldsögur hvortteggja) eptir Torfh. j>. Holm. Af ritum útlendinga um ísland má nefna ferðasögu eptir Eugéne de Groote, Island, Paris, og aðra eptir V. Meign- an, Pauvre Islande (vesla ísland), Paris. Rannsóknarferðir. j>orvaldur Thoroddsen var tæpan mán- aðartíma að rannsaka þann hluta landsins, er liggur milli

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.