Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 1
Rannsókn
í Rangárþingi sumarið 1899.
Eftir
Brynjúlý Jónsson.
Veturinn 1899 heyrði eg kunnugan Rangæing segja, að í Ossabæj-
arvelli í Landeyjum væri fornlegar rústir, sem sumir héldi að vera kynni
þingbúðatóftir Höskulds Hvítanesgoða. Þetta leiddi til þess, að eg fór
þangað rannsóknarferð í júnímán. s. á. Arangur þeirrar ferðar kemur
fram í athugunum þeim, er hér fara á eftir.
1. Hvítanes.
Svo segir Njála, kap. 94: »Vil ek nú biðja yður at þér leyfið at
ek taka upp nýtt goðorð á Hvítanesi til handa Höskuldi«, og kap. 107:
»Kom ek á Hvítanes, ok sá ek þar búðartóftir margar ok umbrot mikil«.
Þessir staðir — og margir fleiri staðir í sögum — sýna það, að hvert
goðorð hafði sitt þinghald og sinn þingstað. Þingsóknin mun oftast nær
hafa verið kend við þingstaðinn; að minsta kosti var það svo með marg-
ar aðalþingsóknirnar, t. d. Arnesþing, Þórnessþing o. fl.; og svo hefir það
verið með hina nýju þingsókn Höskulds, að hún hefir verið kend við
Hvítanes, og hann sjálfur því kallaður Hvítanessgoði. Örnefnið Hvttanes
er nú týnt, og engin merki sjást, sem bendi til, hvar það hafi verið. Hafa
menn því sett fram ýmsar getgátur um það. Sumir halda t. d., að það
hafi verið sama sem Lambey, sem er skamt ofan frá Breiðabólstað. Þar
héldu sýslumenn oft þing á miðöldunum, og bær var þar um nokkrahríð;
er því ekki von að fornar rúnir sjáist. En þessi staður hefir þó ekki ver-
ið í landeign Höskulds, heldur nokkuð langt þaðan. Þá hafa og aðrir,
þar á meðal Páll alþingismaður í Arkvörn, haldið, að Hvítanes hafi verið
þar, sem nú er bærinn Fíflholt. Það er næsti bær við Bergþórshvol, og
1