Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Page 2
2
gæti verið, að þar hafi eigi verið bygð á söguöldinni, en landið tilheyrt
Bergþórshvoli. Þó er þar svo langt á milli, að þetta má naumast iíklegt
kalla. Eigi verður séð, hví þar hetði átt að heita »nes«, eftir því sem nú
er landslag; en ekki er fortakandi, að það kunni að hafa breyzt, lækir eða
kvíslar t. d. horfið eða skift um farvegi. Fornvirki geta ekki sést, er
nýrri mannvirki hafa verið gjör á staðnum. Og eigi er þar neitt, sem
bendir til, hvers vegna þar skyldi heita Hvítanes. Og ef svo hefði verið,
að þar hefði eigi bær verið á þeim tíma, heldur þingstaðurinn — sem af
orsökum, er þá hefði verið fyrir hendi, hefði fengið nafnið Hvítanes —•
þá er langlíklegast, að slíkur sögustaður hefði haldið nafni sínu, þó þar
hefði síðar verið gjör bær. Svo er t. d. um Þingeyrar o. fl. Þá er enn
komin fram sú getgáta, sem að framan er getið, að Hvítanes hafi verið
þar, sem nú heitir Ossabæjarvöllur. Það er efsti oddinn af hinum forna
jarðvegi Landeyjanna. Alt þar fyrir ofan, og til beggja hliða, hafa kvíslar
úr Markarfljóti brotið af og myndað aur, — sem þó er nú víða gróinn
upp aftur. Vestan við völlinn hefir fyrir nokkuru blásið upp og myndast
roksandsgeiri, sem nær út fyrir Ossabæ, þar er Höskuldur bjó, svo þar
er nú auðn, en að eins örlítil grastorfa ofan á rúst bæjarins og er þó á
förum. Sandgeirinn hefir stöðvast fyrir utan bæinn, því bæjarlækurinn
hefir tekið á móti sandinum. Raunar hefir lækurinn sandkafist; þó bleytir
hann sandinn enn, svo hann fýkur eigi lengra. Ber bleytudragið í sand-
inum vott um, hvar lækurinn hefir verið, og að hann hefir eigi verið
all-lítill. Að innanverðu er sandgeirinn nú farinn að gróa upp aftur. Þar
er sagt að verið hafi mikill og góður skógur áður en upp biés, og hafi
hann heitið Hallvarðarskógur, þvi hann hafi verið eign Hallvarðarkirkju að
Voðmúlastöðum. Bærinn, Ossabær, var fluttur undan sandinum, ogstend-
ur nú norðanmegin við geirann innarlega og langt frá hinum forna bæ.
Völlurinn er austan- og suðaustanmegin við geirann, móts við bæinn og
langt þaðan inn eftir, þar til aurar taka við. Myndar völlurinn þar inst
mjóan odda, sem 'er talsvert hærri en aurarnir fyrir innan og til beggja
hliða. Þar á oddanum eru nú réttir Landeyjamanna. En á rniðjum vell-
inum, eða litlu austar, eru rústir þær, er getið var til að kynnu að vera
þingbúðatóftir. En eigi sýndust mér þær liklegar til þess, er eg sá þær.
Þar eru tvær aðalrústir. Hin vestri er tvískift; er austurhlutinn nál. 7
fðm. á hvern veg, en vesturhlutinn víðlíka langur og dálítið mjórri. —
Eftir á heyrði eg þau munnmæli, að hér hefði, einhvern tíma á miðöld-
unum, verið geldneytahús og heygarður frá Hlíðarenda, og lítur það ekki ó-
sennilega út. — Hin rústin er kippkorn austar. Það er ferhyrnd girðing,
nál. 10 fðm. löng og 6 fðm. breið, liggur frá austri til vesturs og hefir
dyr á austurhliðinni. En rétt fyrir innan dyrnar er afhlaðin kró i suð-
austurhorninu, nær 2 fðm. á hvern veg. Gæti þetta verið fjárrétt eða
skjólkví og hreysi fyrir smalann í horninu. Nálægt þessum aðalrústum