Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 5
5
irferðar, og auðséð, að í fyrstu hafa þeir ekki verið smásmiði. Ekki er
sjáanlegur aldursmunur á þeim, nema ef girðingin ý skyldi geta álitist
einna nýlegust. Þó er það næstum furðulega mikið, ef allar girðingarnar
hafa verið i rækt undir eins, og garðarnir milli þeirra hlaðnir lil skýlis.
Hitt má og hugsa sér, að þá er vöxtur þvarr í einni girðingunni, hafi
hún verið lögð niður eða látin hvilast, en önnur tekin í staðinn. Það er
heldur ekki víst, að hér hafi eingöngu verið stunduð hörrækt: korn) rkja
gat verið meðfram. Til hvers smágerðin (hringarnir) hafa verið notaðir,
er ekki hægt að segja. Hafi það verið vermireitir fyrir hörplöntur, þá
hefir garðræktin verið furðu langt komin á þeim tírna. Þó þykir mér
ekki annað líklegra.
4. »Hoýtóft« í Fljótshlíð.
I Arbók fornleifafélagsins 1894 bls. 24 er skýrt frá tóft í Butru-
engjum í Fljótshlíð (og fylgir mynd af henni); hefir sú tóft verið -haldin
að vera hoftóft. Það mun þó frá fyrstu frernur hafa verið getgáta en
munnmæli. Mér sýndist nauðsynlegt að ganga úr skugga um það, hvers
konar tóft þetta væri, og gróf hana þvi út vorið 1899. Svo reyndist, að
i henni var ekkert grjót, nema í undirstöðum veggjanna, og yfir höfuð
engin hofs-einkenni. Þar á móti fanst í afhústóftinni gulleitt lag í gólf-
inu. Það voru auðsjáanlega leifar af gamalli heyskán. Er tóftin því ekki
annað en fjárhústóft með hlöðu eða »kumli« við, og þarf ekki að tala
meira um hana. — Það skal eg játa, að mér þótti leiðara að kotnast að
þessari niðurstöðu. En svo varð að vera.
/. Einkennilegur hellir d Geldingaiæk.
Á Vestri-Geldingalæk á Rangárvöllum er í túninu, rétt fyrir sunnan
bæinn, ávalur hóll, aflangur frá norðri til suðurs. Eru í hliðum hans um
miðjuna djúpar og víðar dældir, sem benda til, að þar hafi fallið niður
hellisræfur. Suðurendi hólsins er þó heill, 'og er hellismunni í suður-
enda hans, næstum 3 ál. djúpt í jörðu, og frá munnanum er viðlika
djúpt niður að hellisgólfinu; eru þar 9 þrep ofan. Dyr eru hlaðnar yfir
munnanum. Þegar Jón Loftsson, sem nú hefir lengi búið á Vestri-Geld-
ingalæk, kom þangað, hafði hellirinn lengi verið ónotaður; hann varhrun-
inn að innanverðu, og svo hafði leysingavatn jafnað auri úr hruninu um
hann allan. Dyrnar voru fallnar inn. Jón gróf þær upp og ruddi síðan
aurnum úr hellinum, hlóð í hann grjótgafl að innan og dyr á hann að
framan. Er hellirinn nú 22 al. langur frá munnanum að gaflinum, en
dyrnar með þrepunum er að auki. Hann er hvelfdur innan, en þó all-ó-
sléttur. Hæð hans inn við gaflinn er nál. 5 al., en vídd nál. 9 al.; svo
lækkar hann og mjókkar utar eftir, og við munnann er hann tæpl. 3 al.
hár og 6 ak víður. Bergið í hólnum er móhella, en ákaflega hörð, eink-