Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 8
8 ar með »nótu» að neðan til að greypa þiljur í. Risið er gjört með sperr- um og eru kjálkarnir nálega 4 al. langir, 8*/* þumi. breiðir og um 31/2 þuml. þykkir. Bitar, syllur og sperrukjálkar eru með »kýlingarstrik- um». Ofan á syllunum uppi við ræfrið eru áfellur, viðlíka breiðar og syllurnar sjálfar. Langbönd hafa áður verið greypt í sperrukjálkana, en liggja nú utan á þeim, en reisifjöl þar ofan á í stað súðar. Loft er í þeirn hluta skálans sem fyrir göng er hafður, og eru nál. 3 ál. til mæn- is af loftinu. Líka er loft yfir bæjardyrum og yfir þeim hluta skálans sem inn af þeim er; þar er loftið um '/2 al. lægra og þeim mun hærra til mænis. I búrinu er ekki loft nú. Af því eigi þarf svo víð göng sem skálinn er víður, er gjört skilrúm eftir þeim hluta hans, og eru göngin með norðurveggnum, en sunnanmegin hefir verið hafður vefstaður. Er þar gluggi á veggnum og skilrúmið þannig opið, að hann ber líka birtu í göngin. Við vesturenda hans er þil og d}rr til stofunnar, sem auðvit- að er. Sagt er, að hann hafi áður náð miklu lengra vestur, og hafi verið tekið af honum og viðirnir fluttir að Barkarstöðum. Allir viðir skálans eru eintómt rekatré og eru enn ófúnir, jafnvel reisifjölin. Vita menn þó ekki, hve gamlir þeir eru, því þó skálann hafi þurft að endurbæta að veggj- um eða þekju, hafa sömu viðir ávalt verið notaðir áfram; vita menn eigi til, að 1 þá hafi verið bætt nema 1 bita í búrið. Er sá biti auðþektur, því hann er óheflaður og á lionum ártalið, þá er hann var látinn þar, nl. 1789. Og í landskjálftanum 1896 brotnaði sperra og var önnur ný lát- in í staðinn og ártalið skorið á hana. — Þó sú gerð, sem skálinn hefir nú, sé að líkindum eigi hin upprunalega, þá er hún þó mjög gömul og ber vott um það, hve bygging var traust og vönduð fyrrum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.