Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 15
frá bænum. Svo vel ber öllu heim við söguna. Hér virðist því tvennu skifta: annaðhvort er það, sem sagan segir um liðveizlu Steinþórs við Hávarð, dvöl Hávarðs t Otradal o. s. frv., rétt i aðalefninu, ellegar sögu- maður hefir af ásettu ráði búið þetta söguatriði til upp úr sér; og það gat enginn gjört aunar en sá, sem nákunnugur var á Amýrum. Og þó slíkt sé nú eigi alveg óhugsandi, þá er eigi skiljanlegt, hvað honunt hefði getað gengið til að finna upp á því, að skjóta þessu inn í óviðkomandi sögu, ef hann hefði vitað annað sannara. Skiljanlegra sýnist mér hitt, að Land- námuritarinn, eða heimildarmaður hans, hafi vilst á liðveizlutnönnum Há- varðs. Það hefir leitt af bæjarnafninu: hann hefir þekt Otradal í Arn- arfirði, en eigi hinn litt kunna Otradal í Breiðafirði, og þózt sjá, að hér væri missögn, er leiðrétta þyrfti. Honum hefir skilist svo, — eins og mönnum hefir alment skilist síðan, -— að svo fágætt bæjarnafn, sem Otra- dalttr er, geti eigi verið komið inn í söguna af misgáningi; það hlyti að vera rétt. Og þar eð slikur höfðingi sem Eyólfur grái bjó um þær mundir í Otradal, þá hafi það enginn getað verið annar en hann, sem veitti Hávarði lið. Og það gat styrkt hann í þeirri trú, að hann hefir vitað, að Eyólfur átti son, er Steingrímur hét, og þótt líklegt, að Steinpórs nafn væri komið í staðinn fyrtr Stemgríms nafn og missögnin komin af því. Það virðist liggja beint við, áð sögumaður. er vildi segja alt sem sannast og réttast, en var ókunnugur, gæti vilst þannig, er svo sérstaklega stóð á; og rýrir það alls ekki gildi annara frásagna í Landnámu. 7. Salteyrarós. Það má sjá af örnefnalýsingu A. Th., að orð hefir leikið á því, að Grundarós væri sama sem Salteyrarós. Hyggur A. Th., — og víst með réttu — að það sé meir getgáta en vissa. Telur hann tvo aðra ósa við Grundarfjörð jafn-líklega: Kvíaós hjá Krossnesi og annan ós hjá Kirkju- felli. Sá ós er nú kallaður Búðaós, því austanmegin hans eru kot, er einu nafni heita að Búðum. Bendir það til, að þar hafi verið verzlunar- búðir. Og þeim megin hans gengur grjóteyri út í sjóinn, sem er svo gráleit af smáskei, að tilsýndar er því líkast, sem hún sé salti drifin. Er því eigi ólíklegt, að hún hafi fyrrum verið kölluð Salteyri, og ósinn þess vegna verið kallaður Salteyrarós. — Síra Jens Hjaltalin á Setbergi benti mér á þetta. 7. Vogar og Kambgarður í Mávahlíð. Svo segir Eyrb. 18. k.: »Þeir (Þorbjörn) riðu upp með vágum ok bundu sár sin undir stakkgarði þeim, er Kambgarður heitir«. Svo hagar landslagi í Mávahlíð, að neðan við túnið eru tjarnir á láglendinu og ná

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.