Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 16
16
þær út að sandeiði, sem þar er með sjónum; en austur ogsuður af tjörn-
unum er engi, þar til hæðir taka við. Má sjá, að engið og tjarnirnar eru
eftirleifar af vogi, sem þar heíir gengið úr sjónum inn til hlíða, en lokast
af sandeiðinu og síðan fylst upp, svo að hann er að innanverðu orðinn
þurt iand, en utan til eru tjarnirnar. Það eru þær, sem Eb. kallar voga.
Þeir Þorbjörn hafa komið frá Holti fyrir innan engið og ætlað að fara
aftur sömu leið. Hafa þeir riðið ofan fyrir túnbrúnina, sem er örskamt,
og farið fyrst inn með tjörninni og svo inn með enginu, undir hæðar-
brún, sem er framhald af túnbrúninni. Þar eru klettar nokkurir í brún-
inni við engið; skagar hinn insti svo fram, að vel má vera að hann hafi
verið kallaður kambur. Nú er honum ekki nafn gefið. Undir honum er
sem sjái til byggingarleifa, en verður þó varla sagt með vissu. En væri
þar um fornar byggingarleifar að ræða, þá er sízt að undra, — þó þær væri
mjög niðursokknar, því þar er jarðvegur injúkur. En afstaða bendir til,
að hér hafi Kambgarður verið. Þar fyrir ofan, upp á brúninni, er bær,
sem Tröð heitir. Hann er síðar bygður, og hefir þó verið færður úr stað.
Er sumra ætlan, að þar hafi stakkgarðurinn verið. En eigi þykir mér það
jafn-líklegt: það var fremur út af leið; og landslag bendir eigi til, að þar
hefði þurft stakkgarðs við. Tóftir stakkgarða sjást víða á mýra-engjum,
þar sem akstur eftir ísum á vetrum er auðveldari en reiðsla á hestum á
sumrum. Þó skal eg ekki fullyrða þetta frekara.
9. Fróðá.
Heimajörðin Fróðá stendur nú eigi þar, sem bær Þorbjarnar digra
var og »Fróðárundur« urðu. Þar stendur nú hjáleigan Forna-Fróðá, og
þó eigi alveg á sama stað, sem fornbærinn stóð, heldur þar sem kirkjan
forna var og kirkjugarðurinn. Rúst eldri bæjarins Fornu-Fróðár er fáum
tugum faðma austar og ofar með læk þeim, er þar rennur. Það er auð-
séð á henni, að bærinn hefir staðið þar fram á seinni aldir: þar hefir
fornaldar-húsaskipan verið horfin fyrir annari nýrri. Ofan á annan enda
rústarinnar hafa nýlega verið sett peningshús, en eru þó lögð niður aftur.
Bæjarstæðið er raklent mjög, nær sem rústin væri í mýrlendi; er þar þó
að eins mjó spilda milli hæðarbrúnar, sem fyrir ofan er, og lækjarins,
sem fyrir neðan rennur. Meðan hæðarnar fyrir ofan voru skógi
vaxnar, hefir hér -verið þurlendara; annars hefði enginn valið hér bæjar-
stæði. Búið var áður að segja mér það, að nú væri rúst ein þar, sem
Fróðá hefði forðum staðið. Hugði eg gott til að grafa þar og finna eld-
húsgólfið og eldsgrófina (sem »selshöfuðið« kom upp úr forðum!). En
er eg sá rústina, sá eg líka, að annaðhvort mundu þar allar fornar menj-
ar eyðilagðar af seinni mönnum, ellegar svo byrgðar undir nýrri mann-
virkjum, að eigi mundi vinnandi verk að leita þeirra.