Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 18
i8 íjalli, sem þar er fyrir ofan). Inn í dalhverfinu er krókur á jæknum, og er þar á horninu rúst, sem kölluð er Gotastaðir. Eigi er lögun hennar fornleg; er þó sagt, að langt sé síðan að þar var bygð. En eftir það hafði lengi verið höfð selför í dalnum, og hygg eg, að sel hafi verið bygð ofan á bæjarrústinni. Dálítill mýrarlækur, sem nokkuru neðar rennur í »lækinn«, er nú á tímum kallaður Gotalækur; stendur það án í efa í sam- bandi við tilraun manna til að gefa hinum rétta Gotalæk nafnið »Hólm- kelsá«, þegar búið var að gefa hinni réttu Hólmkelsá nafnið »Laxá«. Ingjaldshóll. Þar sem bygð hefir ávalt haldist, er eigi vonfornra rústa. Svo er um Ingjaldshól. Þó mun bærinn hafa verið færður úr stað. Nú er hann vestur frá kirkjunni; en sagt er, að hann hafi áður verið norður frá henni. Þar er og öllu fegra. Þar má sjá, að rústir hafa áður verið sléttaðar út, og mun það hafa verið gjört svo vandlega, að ekkert hefir til þeirra sést í fyrstu. En nú vottar fyrir að þær komi upp aftur, þar- eð moldin milli veggjanna sígur meira en leifarnar af þeim. En að því er til tóíta þessara sér, virðast þær vera frá seinni öldum. Þó er sú sögn, að út. undan þeim hafi jarðhús Víglundar legið til norðvesturs, og haft ytri munna hjá steini þeim, sem kallaður var Víglundarsteinn. Það er ís- aldarsteinn, sem stendur upp úr jarðveginum norðvestur í túnhólnum. Heyrði eg menn segja, að í þeirra minni hefði mótað fyrir jarðhúsinu. Nú sést eigi neitt, er gefi tilefni til þeirrar ætlunar, og er hætt við, að þar hafi ímyndun verið »með í spilinu«. Rétt fyrir vestan Ingjaldshól er bærinn Þrándarstaðir; liggja þar saman túnin. Ef líldndi þætti til þess að öðru leyti, að sannindi lægi til grundvallar fyrir Víglundarsögu, þá mundi það þykja líklegt, að Þrándrn stígandi hefði búið á Þrándarstöðum, en ekki tekið Ingjaldshól eftir föður sinn; væri þá ekkert því til fyrirstöðu, að Þorgrímur prúði hefði komist þar að og búið þar í nábýli við Þránd. En þessu má sleppa. — Nú eru Þrándarstaðir í eyði síðustu árin. I Ingjaldshólslandi, norður við sjóinn, er hið forna kauptún og verstaður Rif. Þar var áður fjölment þorp, en nú er þar að eins i bær og er það grasbýli. Túnið er á bergi, og er hamrabrún að norðan, við sjóinn, og að austan, við ós þann, er myndaði höfnina. »Laxá« og »lækurinn« höfðu þar sameiginlegt útfall. Frá norðaustur horni hamrabrúnarinnar gengur stórgrýtis-rif í austur með sjónum. Beygði ósinn sig austur iyrir enda þess; en malareiði er þar hinumegin. Var þar djúpur ós og höfn góð, er gekk upp að túninu. Er þar lægð í hamrabrúninni, sem lending- in var. Þaðan er atlíðandi brekka upp að ganga, þangað sem verzlunar- húsin voru. Sér þar »grunn« þeirra, og er það sléttur blettur ferhyrndur, orðinn að túni. Eigi hafa menn þó alt af lent í ósnum, fiskiskipin hafa stundum lent sjávarmegin (norðanmegin) á rifinu. Hefir þar verið rudd »vör«, sem náð hefir upp á hrygg rifsins. Má það stórvirki heita, slíkt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.