Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 19
19 stórgrýti sem þar er. Má sjá, að þar hafa mörg skip lent um dagana, því skora er sorfin í blágrýtis-flórinn eftir kjaldrag þeirra. Nii hefir sjór rutt ofan í vörina svo stórum steinum, að þá yrði að sprengja sundur, ef þeim ætti burt að ryðja. Hinumegin á rifinu, við ósinn, sér fyrir stór- skipa-kví; en hún er orðin full af sandi. Osinn hefir oft tekið sér annað útfall nokkuð fjarri, er því öll höfnin full af sandi og alt útræði svo að segja ómögulegt. Vilja menn nú reyna að stífla hinn nýja ós, og vænta, að þá muni höfnin laga sig aftur. Undir horninu milli rifsins og lend- ingarlægðarinnar hefir stór steinn fallið úr hamrinum og stendur frálaus. Hann heitir Björnssteinn. Er sagt, að Björn ríki hafi hlaupið af hamrin- um á steininn undan hinum ensku, og varist á honum þar til hann féll. Aður en eg skil við Ingjaldshól, vil eg til gamans geta þess, sem sögn er um tildrög til bæjarnafnsins Þæjusteinn. — Sá bær er nærri In- gjaldshóli og var iengi lénsjörð prests. — Skamt suður frá bænum eru hæðir nokkurar; þar stendur stór, einstakur steinn, ísaldar-bjarg, sem heit- ir Þæfusteinn, og er bærinn nefndur eftir honum. En því heitir steinninn svo, að bóndi á Ingjaldshóli, sem var i vináttu við Bárð gamla Snæfellsás, var vanur að færa voðir sínar, er þæfa þurfti, til steinsins, og mæla þessi orð: »Bárður minn á Jökli, legstú nú á þófið mitt!« Þá kom Bárðnr og þæfði voðirnar á steininum. Höskuldsá heitir enn dálítil á, er rennur til útnorðurs stuttri bæjarleið fyrir vestan Ingjaldshól og fellur í sjó milii Keflavíkur og Hell- issands. I báðum þeim stöðum eru verstöður og fjölbygt, bæði grasbýli og þurrabúðir. Skamt fyrir oían bæina gengur hraunnef fram að ánni til norðurs, — því suður þaðan er alt undirlendi hrauni þakið, sem sumstað- ar er hrjóstrugt, en sumstaðar gróið. — Bak við hraunnefið er graslendis- svæði nokkuð stórt. Þar er víð hraunbrúnina rústa-upphækkun mikil; hafa þar verið bygðar tóftir hver ofan á aðra í langa tíð. Þar eru og girð- ingar miklar og sumstaðar nýrri viðaukar. Peningshústóftir eru víða um túnstæðið. Hefir hér verið stórbýli. Þessi eyðibær heitir Hraunskarð, og hefir borið það nafn svo lengi sem menn vita til. En sú sögn fylgir, að þetta sé bær Höskuldar landnámsmanns, og er það líklegt. Ef til vill, hefir bæjarnafninu verið breytt til þess, að eigi væri hætt við, að nafni bæjarins og nafni árinnar yrði ruglað saman. Hraunskarð mun hafa lagst í eyði skömmu fyrir aldamótin 1800, og er landið notað af Hellissands- mönnum. Gerðuberg. Skamt suður frá Gufuskálum kemur klettabrún fram undan hrauninu á einum stað og liggur hér um bil frá norðri til suðurs. Hraun gengur fram á hana, en neðan undir henni hefir verið lægð all- breið, sem nú er full af hraunmöl, er leysingavatn hefir borið fram og 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.