Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Page 20
20 ber árlega. Það er kallað »móða«, — og eru fleiri slíkar »móður« vest- an undir Jökli. — »Móða« þessi, eða skriðurensli, kemur fyrst ofan úr fjalli til vesturs, en beygir til norðurs fyrir neðan áðurnefnda brún, og þó eigi fast við klettana, því brúnin nær lengra suður og er þar afhallandi grasbrekka. í grasbrekkunni eru rústir nokkurar, og eru tvær stærstar, hin syðsta og hin nyrzta. Hin syðsta er bæjarrúst, nál. 15 fðm. löng með miðgafli og dyrum á vestur-hlið. Veggir eru allir orðnir að þúfna- röðum. Næsta tóftin er upp frá bergsendanum. Hún sést eigi nema hálf, því stekkur frá Gufuskálutn hefir á seinni öldum verið bygður ofan á henni. Þessi eyðibær er nefndur Gerðuberg, og svo heitir bergið enn. Um tildrög þess nafns er engin sögn. Litlu fyrir sunnan túnstæðið kem- ur bergið lítið eitt j ljós aftur og er þúfnabarð þar ofan á. Það heitir Hákonarhóll. Er sagt að Hákon, bóndi á Gerðubergi, hafi hitt írskt skip á sjó, komist í erjur við skipsmenn og drepið einn þeirra, flúið síðan í land, en þeir elt hann á báti, náð honum skamt frá bænum og drepið hann, og sé Hákonarhóll haugur hans (eða leifar af honum). Það er og sagt, að á sínum tíma hafi Gerðuberg verið höfuðból Gufuskálatorfunnar. Öndverðanes. Helzta fornvirki á Öndverðanesi er brunnur sá, er Fálki heitir. Hann er grafinn inn í brekku mót suðri. Inngangur í brunninn er því til norðurs, og er hann nál. 3. fðm. langur. Framhluti inngangsins er opinn, þó kvað aldrei fenna í hann; en að innanverðu er yfir honum þak af hraunhellum, og gengur brekkan þar fram á. Yfirgerð brunnsins sjálfs er eins og hvelfd, ber lítt birtu í hana og get eg ekki lýst henni. Veggir inngangsins og brunnsins sjálfs eru vandlega hlaðnir úr völdu grjóti. Gólfi inngangsins hailar inn að vatninu. Er vatnið grunt fremst, en dýpkar inn eftir, eru tröppur í botninum, svo komast megi að hinu dýpsta, þá er brunninn skal hreinsa. Var lengi regla, og taliðnauð- synlegt, að hreinsa hann árlega; en nú í nokkur ár hefir það farist fyrir. Þá er brunnurinn er tæmdur, sést, að íhonum eru 3 uppsprettur, ein frá vestri, önnur frá austri og hin þriðja frá norðri, og er sú miklu mest og brunnurinn þar dýpstur. Austur-uppsprettan hafði bragð seni ölkeldur, en mjög hafði það dofnað frostaveturinn rnikla 1881, og hefir eigi náð sér síðan. Svo sagði gömul kona á Öndverðanesi. Litlu fyrir vestan brunn- inu gengur breitt jarðlag af grjóti inn í túnið frá norðvesturhorni þess. Það heitir Dómaragarður. Enginn veit nú um tildrög þess nafns. Má vera, að dæmt hafi verið deilumál um skiftingu á túni, og garðurinn sett- ur til að vera »grannasættir«. Saxahváll. Svo segir Lndn. II. p. 8. k.: »Grímkell hét maðr, son Olfs kráku Hreiðarssonar, .... Hann nam land frá Beruvíkurhrauni til Neshrauns ok út um öndvert nes ok bjó at Saxahváli. Hann rak á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.