Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 24
24
nefndur Þinghamar. Hjá honum er þinghústóft, og er hún mjög lítil;
hefir þar eigi verið öðrum ætlað skýli en yfirmönnum. A Þinghamri var
Axlar-Björn dæmdur og líflátinn. En austur á holtinu eru dys hans. Þau
eru y er sagt að höfuðið sé í einu, en búkurinn í tvennu lagi í hinum
tveimur. Skamt niður frá túni á Laugarbrekku er Hreiðarsgerði. Það er
ferhyrnd girðing eigi stór. Rúst er í norðvesturhorni hennar; en ef það
er bæjartóft Hreiðars, þá hefir síðar verið bygð ofan á hana ný tóft, án
efa peningshús frá Laugarbrekku. Nokkuru utar og neðar er einstakur
hóll, sem kallaður er »Sigmundarhóll«, og á að vera haugur Sigmundar.
Það sýnist þó vart geta verið: hóllinn er nú blásinn að norðanverðu og
er grjótmelur undir jarðvegi. Þúfa er efst á honum, og er hún hálf-blás-
in burt, en enginn vottur mannvirkja sést í bakkanum.
Fyrir ofan holtið, sem Laugarbrekka stendur undir, er lágt sund og
mjótt, en há hraunbrún fyrir ofan. Það er horn af hraunkvisl þeirri, er
gengur ofan milli Arnarstapa og Hellna, og við sjóinn myndar eða hefir
í sér hella þá, sem Hellnar (Hellisvellir) hafa nafn af. — Um sundið
liggur alfaravegur frá Arnarstapa vestur til Saxahvols, Ingjaldshóls o. v.
Sú sögn fylgir sundinu, að Björn Hitdælakappi hafi átt kynni á Saxahvoli
og oft farið þangað. Hafi Þórður Kolbeinsson keypt að Hellnabændum,
að sitja fyrir Birni og drepa hann, eitthvert sinn er hann kæmi utan að.
Þeir sátu fyrir honum í sundinu; hagar þar vel til, varð hann eigi fyr var
við en þeir hlupu að honum. En svo lauk, að hann drap 7 af þeim og
slapp ósár. Þessir 7 voru dysjaðir þar undir hraunbrúninni í 2 dysjum.
Sjást þau enn gjörla, en eru mjög umrótuð: Asgrímur Hellnaprestur kvað
hafa grafið þau út, fundið þar spjótabrot og fleira afjárntægi, soðið það
saman og smíðað úr því hring í kirkjuhurðina á Laugarbrekku, höggvið á
hann ártalið og fangamark sitt og konu sinnar. Ut af þessari sögn, og
af því, að mér leizt eigi svo á Sigmundarhól, að hann væri haugur, þá
kom mér í hug sá grunur, að sögnin um Björn Hitdælakappa og fyrir-
sátið kynni að vera tilhæfulaus, en að dysin væri haugar þeirra feðga
Sigmundar og Einars. Þar er skjól gott og líklegt, að þá er haugarnir
voru uppgrónir, héldist þeir lengi grænir.
Bárðarlaug, sem nefnd er í sögu Bárðar Snæfellsáss, ber enn það
nafn. Það er lítil tjörn, en afar-djúp, í kringlóttu, djúpu dalverpi upp á
holtinu fyrir ofan túnið á Laugarbrekku.
Sönghellir, sem Bárðarsaga getur, er þar upp undan í fjallinu, í
hörðum móbergsási, sem allur er mjög settur hellisskútum, smærri og
stærri. Virðast þeir myndaðir af loftbólum, sem innibyrgðar hafa orðið i
leðju þeirri, sem ásinn myndaðist af, er hún harðnaði; en siðar hefir vind-
ur eða sjór máð bergið og opnað hellana. Sönghellir er þeirra einkenni-