Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 25
legastur: Dyrnar eru lágar og óreglulegar, en fyrir innan er há hvelfing,
eigi ósvipuð hrauktjaldi. Bergrnálar þar mjög, þá talað er, og því meir, þá
sungið er. A þrem stöðum eru skot út úr honum; eru 2 þeirra lítil og
ómerkileg, en hið þriðja er svo lagað, að um 2 óregluleg þrep má ganga
upp í nokkurs konar sæti, og í því sæti hefir maður svo mikið rúm í
kringum sig ofan til, að þar má hafa ljós, ritföng o fl., eins og á borði.
Þetta er kallað Forsetasæti. En öll þessi myndun er svo óregluleg, að
engar líkur eru til, að það séu mannaverk, að því fráteknu, að hellisvegg-
irnir eru alsettir fangamörkum þeirra, er þangað hafa komið.
Það er sér í lagi til samanburðar við Geldingalækjarhellinn, að eg hefi
lýst þessum helli, þó hann heyri ekki til fornleifa.
12. Brenningur og Sölvahamar.
Hraunkvisl kemur ofan skamt fyrir austan Arnarstapaþorpið. Nær
hún eigi alveg til sjávar, en endar með hárri brún litlu ofar. Næstum
vestast verður hvammur inn í hana og rennur þar lækur ofan. Þar er
sem móti fyrir tóftum í hvamminum, og þó óljóst. Á það að vera eftir
af bænum Brenningi, þar sern Sölvi bjó fyrst. Hvammurinn er nokkuð
af almannavegi og ógreitt þangað. Litlu austar kemur hamar fram undan
hraunbrúninni og nær hún ekki alveg fram á hann, heldur verður þar
nokkurs konar undirlendi. Lækur rennur þar ofan. Á þessu undirlendi
uppi á hamrinum eru rústir hér og hvar, og er hin stærsta bæjarrúst.
Þar var bærinn Sölvahamar. Og enn heitir hamarinn því nafni. Vegur-
inn liggur uppi á hamrinum og hefir legið hjá bæ Sölva. Annarstaðar
verður ekki komist, því sjór gengur undir hamarinn.
i). Undir ^Axlarhyrnu.
Rétt vestan undir Axlar'nyrnu er djúpt skarð í fjallsbrúnina. Það
heitir enn Egilsskarð. Neðan undir því eru sléttar grundir; þær heita
Leikskálavellir. Eru það uppgrónar skriður og hallar þeim nokkuð. í
seinni tíð hefir ný skriða runnið úr skarðinu niður á miðja vellina. Er
sagt, að hér hafi Björn Breiðvíkingakappi og félagar hans haldið leiki
sína, og kemur það vel heim. Skálatóft sést þar raunar ekki, en hún
getur vel leynst undir hinni nýju skriðu. Fylgdarmaður rninn, Helgi
sýslunefndarmaður Árnason á Gíslabæ viðHellna, fróður maður og greind-
ur vel, sýndi mér raunar mannvirki nokkurt, er hann hafði heyrt nefnt
Björnsskála, og áleit að svo mundi vera. Mannvirki þetta er ekki á
völlunum, heldur litlu austar og ber lítið leiti á milli. Á þessum stað
sagði Helgi að eigi væri eins byljótt sem undir skarðinu, því mundi skál-
inn hafa verið settur hér. Mannvirkið er mikið um sig, kringlótt að
4