Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 26
2 6
lögun, með digrum vegg í kring, en lægra -i miðið. í hug kom mér, að
hæpið mundi að ætla, að frá þessum stað legði svo mikinn reyk vestur í
skarðið, að eftir honum yrði leynst, svo eigi sæist af leikvellinum. Þó
brestur mig þekkingu til að taka neitt af um það. En eg þekti af bók
þeirra Collingwood’s, að það er þetta mannvirki, sem þeir tóku fyrir As-
mundarhaug; grófu þeir þar í og fundu leifar af tré og málmi. Þó má
vera, að meiri útgröftur leiddi til fvllri vissu. Nú var þess eigi kostur,
því þá er eg ferðaðist um þessar slóðir, voru sífeldar stórrigningar.
Fyrir austan þennan stað er hjalli nokkur sunnan undir hyrnunni
og eru ásar og mishæðir í brún hans. Hæsti ásinn hefir verið kallaður
^Asmundarhóll svo lengi sem menn muna. Á honum er vörðubrot, og er
sagt, að Það séu leifar af haugi Ásmundar í Öxl (sbr. Lndn. II, P. 6. k.).
En vart mundi skip lagt i haug á svo háum hól og ummálslitium ofan.
Getur hann og vel haft uafn af Asmundi, þó eigi sé hann þar heygður.
Bærinn Öxl stóð áður sunnan undir hjallanum í sundi því, er
þar verður milli fjallsrótanna og Búðahrauns. Þar bjó Axlar-Björn. Hefirþar
verið fremur ófagurt. Tjarnir eru þar og er ein þeirra kölluð Igultjörn.
Nú stendur bærinn fyrir austan hjallann, og er þar fegra.
14. Þorutóftir d Langkolti.
Frá því er sagt í Lndn. II. P. 6. k, að áður en Ásmundur fór að
Öxl, bjó hann á Langholti at Þórutóftum. Hann átti Langholts-Þóru, en
skildi seinna við hana »fur mannkvæmd« og flutti að Öxl. Þóra hefir
búið eftir á Langholti. Örnefnið »Langholt« þekkist nú ekki, og ekki
kemur það fyrir annarstaðar en á þessum stað í Lndn. En þar eð árnar,
Fura og Lýsa, sem takmörkuðu landnám Ásmundar, halda enn nöfnum
sínum, þá getur varla verið vafi á því, hvað Langholt er: það er hin
langa hæð, sem liggur eftir sunnanveaðri Staðarsveit, og kölluð hefir verið
Ölduhryggur. Jörðin, sem þau bjuggu á, Asmundur og Þóra, er því án
efa hin sama sem Staður á Ölduhrygg, eða Staðastaður. En óvíst er um
Þórutóftir. Staður hefir ekki verið settur á sama stað, sem þær voru, því
hann var bygður áður en Lndn. var rituð. En hún nefnir »Þórutóftir«,
og sést af því að, þá hafa þar verið tójtir, kunnar með því nafni. Veg-
urinn liggur eftir endilöngum »hrygg« holtsins, og getur naumast hafa
legið annarstaðar áður. Bær Þóru hefir því verið á hryggnum og án efa
mjög nálægt veginum, því sagt er um hana eins og Geirríði, að skáli
hennar hafi staðið »um þjóðbraut þvera« og matur heimill þeim er vildu.
Þó þetta kunni nú fremur að vera sagt til að tákna rausn hennar en að
svo væri bókstaflega, þá hefir hún þó búið nærri þjóðbrautinni. En þar
er hvergi rústir að sjá. Raunar lítur út fyrir, að víða með veginum hafi