Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 29
29
ur. Það sem helzt kynni að hafa verið merkilegt við þessar byggingar-
leifar, er hinn aflangi, hellum klæddi bálkur í vesturtóftinni. Það er hugs-
anlegt, að hann hafi verið eftirleifar af hörg þeirn, sem bærinn hefir nafn
af. Þó er ekkert hægt um það að segjr, allrasízt nlí, er þessar leifar
eru ekki framar til. Br. J.
Um Haiigavað og Böðvarstóftir.
í Árbók fornleifafélagsius 1888—89, bls. 62, minnist SigurðurVig-
fússon á haugana við Haugavað, sem hann hafði grafið út 1880, og segir
hann, að þess muni lengi sjást merki, að í þá hafi verið grafið. En eg
er þvert á móti hræddur um, að þegar fram líða stundir, hver fiðll merki
þess, að þar hafi nokkurn tíma haugar verið. Vorið 1897, 17 árum eftir
að Sigurður gróf haugana, gerði eg mér ferð þangað, til að skoða verks-
ummerki. Þá brá mér í brún: Þrír af haugunum voru horfnir! Eg
mundi þó eftir, að er eg fór þar um 1859, voru þeir eigi all-litlar upp-
hækkanir. Nú voru þar að eins grjótflög. En er eg skoðaði nákvæmara,
sá eg hringmyndaða steinaröð í hverju þessara flaga; það voru auðsjáan-
lega undirstöður innanbyggingar hauganna. Eigi var grjótið í þeim stórt,
því alt lausagrjót er hér smátt. Hraunklöpp var undir þessum undirstöð-
um. Það var nú auðvitað, að S. V. hafði ekki eyðilagt haugana svo gjör-
samlega eins og nú var orðið: en vindurinn hafði tekið við þar, sem S.
V. hætti, og fært allan jarðveg hauganna burtu. Þar eð nú þessi smáfiög,
haugabotnarnir eru örfoka, þá tel eg víst, að þeir fari smámsaman að gróa
aftur. Og þá er þar hefir myndast jarðvegur, sem hylur klappirnar og
undirstöðurnar, þá sést ekkert til þessara þriggja hauga framar. AfHrafns-
haug sést rneira eftir; þar hefir vindurinn eigi blásið jarðveginn burt, því
klapparbali blífir honum; er haugurinn nú ekki ólíkur litlu, kringlóttu
tóftarbroti. Vesturhliðin er nú raunar horfin að mestu; en austurhliðin er
næstum mittishá og myndar þúfu eigi all-litla. Það tel eg víst, að S. V.
hafi skilið líkt við hina haugana og þenna; má því eigi saka hann um það
að hinir eru svo gott sem horfnir. En því ritaði eg um þetta, að mér
kom í hug, að síðar meir kynni efagjarnir menn að segja sem svo, að
þar eð hér sjáist engar leifar hauga, muni það ekki satt, að þeir hefði hér
verið. Við þvi vildi eg gera. Og til enn betri tryggingar bjó eg til upp-
drátt af staðnum og læt hann fylgja.
Þar eð víg tveggja af þeim, sem hér voru heygðir, Atla og Hrafns,
hlutust af Böðvari, leysingja Ossurar í Kampahohi, þá nota eg tækifærið
til að athuga spursmálið um bústað Böðvars. »Hann bjó á Böðvarstójtum
við Víðiskóg«, segir i Lndn. Örnefnið »BöðvarstóJtir<i er týnt; og »Víðí-
skógur« er ekki til á því svæði sem urn er að ræða, eða neitt örnefni sem
minnir á hann. Það er nú óefað, að á landnámstíð hefir alt þetta svæði