Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 31
3i hefir vindur gert göturnar að uppblástursgeira; hefir blásturinn sumstaðar gengið langt ofan eftir »Viikis«-brekkunni, einkum austast, næst Virkis- vörðunni. Nú eru þó blástrarnir grónir upp aftur, en eru samt auðséðir. Þar geta Böðvarstóftir verið blásnar nf. Niður i brekkunni er raunar tófta- bunga, nokkuð gömul, en það virðast vera stekkjartóftir. Fyrir utan Leyni er holt við ána; á því er forn jarðvegur. Þar liggur garðlag rnikið og fornlegt upp frá ánni og skáhalt upp holtið i stefnu á Virkisbrúnina, þar til holtið þrýtur. Þá tekur við gróinn uppblástur og sést jarðlagið eigi þar, sem ekki er von. En sé stefnunni haldið upp í Virkisbrúnina, verð- ur þar fyrir torfa af fornum jarðvegi, allvíðáttumikil. Þar kemur garð- lagið í ljós aftur, og fylgir Viikisbrúninni, meðan torfan endist. Stefnir það sem næst á Virkisvörðuna. Er skatnt að vörðunni frá torfunni og alt gróinn uppblástur. Fyrir miðju torfunnareða litlu austar er uppliœkkun á garðlaginu , nær 16 faðma löng og nál. 2 fet á hæð yfir garðlagið, en ekki nema svo sem helmingi breiðari en það. Sín þúfa er á hverjum enda hennar, og að ofan er hún kjalmynduð. Garðlagið er glögglega á- fast við vesturenda hennar, en við austurendann er það óglöggara, og getur þar hafa verið hlið á garðinum. Hvað þessi upphækkun hefir verið. er ekki hægt að segja. Það er naumast vafamál, að garðlagið stendur í sambandi við fornt býli, og eftir afstöðu gæti upphækkunin þá vel ver- ið Ipifar af bæjarrústinni. Hefi eg víða séð það á fornurn eyðibýlum, að bæjarrústin myndar part af túngarðinum eða landamerkjagarðinum. Ut- sýni er fagurt á þessum stað. Og þaðan örskamt til sjónarhæðar, þar er gætur mátti hafa á, hvort eigi kæmi menn frá Vælugerði; svo mátti, ef bráðan bar að, leynast austur með garðinum til virkisins (ef það var þar, sem varðan er). Aftur er það til ólíkinda, að hér virðist hafa verið nokkuð örðugt til vatns. Og npphækkunin sýnist ekki vera tóft. Hún gæti raunar verið tóftarhelmingur, og hinn helmingurinn blásinn burt, — því upphækkunin er i útjaðri torfunnar; hefir uppblástur- inn gengið fast að norðvesturhlið hennar, en gróið svo aftur. En þá hafa dyrnar orðið að vera á austurendanum; og getur það verið, ef þar hefir verið hlið, og garðurinn frálaus; sem helzt lítur út fyrir. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um þetta. Þó sýnast mér likindin meiri en ólík- indin; og að minsta kosti mæiir flest með því, að land Böðvars hafi verið á þessum stöðum. Tröliaskörð heita rofskörð í Uikka uppblástursins skamt fyrir utan torfuna. Tildrög þess örnefnis eru gleymd. Skörðin eru eigi frá fornöld, og örnefnið því eigi heldur. En líklega hefir ehthver eldri stað- leg munnmælasögn gefið tilefni til þess, að skörðunum var gefið þetta nafn, er þau voru til orðin. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.