Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 33
3Í má ætla að hann hafi verið við aldur, er hann staðfesti ráð sitt. Nú ætla eg, að hann hafi í kaupferðum sínum stundum dvalið vetrarlangt fyrir vestan haf, eða ef til vill átt þar heima um hríð, og þá kynst þar krist- inni trú og lært kristin fræði. Oþarft er samt að leiða getur að tildrög- unuu, er leitt gátu Þórð til kristni. Hvað sem þeim liður, bendir kenn- ingarnafn hans: »go.ldi«, ótvíræðlega á það, að hann hafi þekt guð krist- inna manna: Það líkist einna mest enska orðinu »God«, sem er borið fram »godd« og þýðir: Guð. Hafi nú Þórður verið kristinn, þá er skilj- anlegt, að heiðnii menn hafi heyrt hann tala um guð; og hafi nann, sem ætla má, borið nafn guðs líkt fram og það er enn borið fram á ensku, þá má líka skilja það, að út af því hafi heiðingjar kallað hann »godda« í háði. Eg þekki ekki aðra skýringu á þessu nafni og get enga aðra hugs- að mér. Það fáa sem sagan segir frá Þórði, kemur að minsta kosti ekki í bága við þessa ætlun mína. Hann virðist hafa verið fáskiftinn og frið- Samur, eigi komið sér illa, en verið þó fyrirlitinn. Slíkt er alt líklegt um manu, sem hneigðist til kristinnar trúar, meðan aðrir voru heiðnir. Sé það nú rétt, að Þórður hafi verið kristinn, — hvort sem hann kallaði sig það opinberlega eða ekki, — þá má telja það víst, að hann hafi frætt Olaf fóstra sinn um alt það. er hann sjálfur vissi um kristn- ina, og þar á meðal, að æðsti yfirmaður hennar væri nefndur páfi; — ef til vill hefir hann borið það orð óglögt fram, t. d. pái, eða jafnvel pá; en þess þarf raunar ekki við. — Auðvitað hefir hann þá gert mikið orð á því, hvílíkur dýrðarmaður páfinn væri, og sú dýrð hefir ekki tapað sér í ímyndun sveinsins, Olafs. Nú má nærri geta, að Olafur hefir oft heim- sótt föður sinn, einkum framan af; geri eg ráð fyrir því sem sjáifsögðu, að þá hafi hann skýrt föður sínum frá hinum merkilega fróðleik, er hann nam af fóstra sínum,.og hafi hann þá meðal annars farið fögrum orðum um hinn merkilega höfðingja: páýann. Nú er eftir að vita hvernig Höskuldi hefir fundist um þetta. Þar sýnist mér tvent til: annaðhvort líkaði honum það vel, þótti sæmd fyrir Ólaf að vita rneira en aðrir um þann átrúnað, sem hann hafði heyrt að forfeður sínir hefði haft svo mikla elsku á, — og þá gat hann gjört það í virðingar skyni að kenna son sinn við þenna háa höfðingja, sem hon- um þótti svo mikið til koma, og hann að líkindum varð fyrstur til að fræða Höskuld um; — ellegar honum hefir líkað það miður vel: litið smáum augum á kristnar hugmyndir og skopast að barnaskap sveinsins, að verða hrifinn af slíku; — og þá gat hann gjörl það í gamui að kenna Ólaf við páýann, uppáhald hans, án þess að ætlast til að það nafn fest- ist við hann. Nokkuð er það: söguritarinn finnur ástæðu til að taka það fram, að »þat nafn festist við hann«. Og það gat orðið á þann hátt, t. d., að hinum heiðnu heimamönnum Höskulds hafi þótt kenningarnafnið svo hnittileg fyndni, að þeir hafi, svo að segja ósjálfrátt, haldið því uppi. 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.