Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 37
S7 voru á tréskurð, og þar á meðal sumum, sem skáru höfðaletur. Þá fór eg að skera það sjálfur. En brátt rak eg mig á það, að flestir stafirnir í hinu svo nefnda höfðaletri höfðu fleiri en eina mynd: að eins m, n og u voru alt af hér um bil eins; hinir höfðu meira og minna mismunandi myndir. Einkunr vöktu stafirnir a og e eftiitekt mína; myndir þeirra voru fjölbreyttar. Út af þessu fór eg að veita höfðaletri meira atbygli og bera saman hinar ýmsu myndir þess, er fyrir mig bar hér og hvar. Mér varð það ijóst, að þrátt fyrir alla margbreytnina hélt höfðaletrið þó alt at aðaleinkenni sínu: að »leggir« stafanna höfðu »höfuð« á endanum, er voru mörkuð frá með skurði, sem jafnan var skáhallur, og hann var stundum tvöfaldur, en þó oftar einfaldur. Yfir höfuð voru stafmyndirnar alt af meira eða minna sjálfum sér líkar, þá er að var hugað. Þótti mér því auðráðið, að mismunurinn stafaði að mestu eða öllu frá þvi, að þeir, sem skáru, þektu eigi nógu vel hið upprunalega stafrof höfðaletursins. En hvert var þetta stafróf? Hvernig leit það út? Þannig spurði eg sjálfan mig, en þótti vandi að finna út svarið. Atti eg tal um þetta við Sigurð sál. málara Guðmundsson. Sagði hann, að hinar fyrstu leturm}rndir, er menn skáru í tré hér á landi, hefði án alls efa verið gjörðar eftir hinu gotneska setiletri, munkaletrinu, og að líkindum hefði stafirnir i fyrstunni verið skornir inn í tréð. En svo hefði menn komist upp á. að hleypa peim upp , eins og myndaskurði, og þótti honum líklegt, að þeir hefði einna fyrst haft það snið, sem vel mætti kalla bandletur, því þannig lag- aða stafi mætti láta korna fram með því, að brjóta bryddingarband eða mjóan borða á ákveðna vegu þannig, að fram kæmu stafmyndir eigi ólík- ar settletri. Þetta letur hafði hann séð á gömlum útskurði. Hann sýndi mér á nokkurum stöfum aðferðina, að mynda staf með bandi á þennan hátt. Úr þessu bandletri hélt hann að höfðaletrið hefði svo smám saman myndast. Eru enda nokkurir hlutir i Forngripasafninu, sem bera vott um slíka ummyndun eða yfirfærslu (t. a. m. nr. 3291 o. fl,). Hann sýndi mér fram á það, að til að ákveða réttar stafmyndir höfðaleturs, þyrfti bæði að finna út frumstafróf þess, er eðlilegast væri að fylgt hefði næst eftir bandletrið, og líka það stafróf þess, er kalla mætti hið fullmyndaða, er það hafði smám saman vaxið upp í. Þá er búið væri að ákveða þau stafróf bæði, — sem hann vonaði að takast mætti, er safnið yrði auðugra af út- skornum hluturn, — þá gerði hann ráð fyrir, að niður yrði lagðar allar hinar ósamsvarandi og oft ófögru aukamyndir, sem komist hafa inn í höfðaletrið, — ekki man eg eftir að nafnið höfðaletur kæmi til orða milli okkar. — Það var honum í bug, að »stúdera« höfðaletur og finna út staf- róf þess, ef honum befði enzt aldur til, enda mun trauðla nokkur annar jafnliklegur til þess. En hann lifði ekki nema 1 eða 2 ár eftir að við áttum þetta tal saman um þetta efni. Eftir lát hans, þá er ekki var lengur von á neinum upplýsingum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.