Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 38
3»
frd hans hendi, fór eg á ný að hugsa um að reyna að finna út stafrój
höjðaleturs, á þann hátt að velja pær stafmyndir í stafrój saman, setn
mér virtust samsvara hvor annari. En þar var ekki auðhlaupið að, f>ví
aukamyndirnar, tilbreytingarnar, eru svo fjölskrúðugar og svo algengar i
höfðaletrinu, að eg var um hríð farinn að örvænta um, að unt væri að
botna í þeim. Þó komst eg loks að þeirri niðurstöðu, að finna mætti 2
stafróf næstum heil: annað smærra og einfaldara; það var tíðara á spón-
sköftum; hitt stærra og viðhafnarmeira; það var einkum á tréskurði. Samt
treysti eg mér ekki til að nefna nokkurn útskorinn hlut, er eingöngu Jylgi
öðru hvoru þessu stafrófi; hitt er tíðast, að stafmyndirnar, sem tilheyra
þeitn, finnast hér og þar innan um ósamsvarnndi aukamyndir. Einkum á
þetta sér þó stað með stærra stafrófið. Og margar stafmyndir í þeim
báðum eru næsta sjaldgæfar, og eina, nl. k, hefi eg enn ekki fundið í
neinurn útskurði, sem eg hefi séð. Það er ekki svo að skilja, að staf-
urinn k komi aldrei fyrir í höfðaletri', hann kemur þar oftfyrir, en í ýms-
um myndum, sem eg hefi ekki getað tekið i stafrófin vegna þess, að eg hefi
ekki álitið neina þeirra samsvara öðrum stnfmyndum í stafrófunum. Og
þar sem eg sagði nýlega, að sumar stafmyndirnar væru sjaldgæjar, þá er
það ekki þar með sagt^ að stafirnir sjálfir séu sjaldgæfir; en þeir eru sjald-
gæfir í peim myndum, sem eg álít takandi í stafrófin. Þeir hafa ýmsar
aðrar myndir og margir fleiri en eina. Hefi eg hér tekið undir eitt allar
pær stafmyndir höfðaleturs, sem eg hefi ekki þózt geta heimfært undir ann-
aðlmort stajrófið, og kallað þær einu nafni aukamyndir. Af þeim er höfða-
letrið næsta auðugt. Og það er mjög eðlilegt; þeir voru margir, sem
skáru höfðaletur, en flestir gerðu það tilsagnarlaust og upp á eigin spýtur,
ellegar, þegar bezt lét, höfðu annaðhvort misjafnt góða fyrirmynd fyrir
sér eða tilsögn þeirra, sem misjafnlega kunnu sjálfir. Það var því við því
að búast, að hver leturskurðarmaður befði, svo að segja, sina skurðhönd, að
sinu leyti eins og hver skrijari hefir sina rithönd, þó hér standi að vísu
nokkuð öðruvísi á. En eins og fáar »forskriftir« eru »typiskar« fyrir
margar rithandir, eins hygg eg, að hin tvo framannefndu stafróf megi á-
lítast »typisk« fyrir höfðaletrið. Að vísu koma iðulega fyrir í höfða-
letri stafmyndir, sem auðsjáanlega eru ættaðar frá latínuletri, og því var
eg um hríð kominn að þeirri niðurstöðu, að enn þyrfti að finna út þriðja
stafrófið, nl. hið latínukynjaða. En eg hefi að svo stöddu horfið frá því
aftur af þeirri ástæðu, að jafnvel þó hinar latínukynjuðu stafmyndir séu
algengar, þá eru það samt tiltölulega fremur fáir af stöfum stafrófsins,
sem birtast í þeirn myndum. En þessir fáu eru svo tíðir og myndir
þeirra svo margbreyttar, að það eykur eigi litlu á margbreytni höfðaleturs-
ins, og verð eg, enn sem komið er, að telja þær meðal aukamynda þess.
Samt lít eg svo á,_að binar latínukynjuðu myndir eigi ekki beinlínis heima