Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 40
40 neinar upplýsingar um höfðaletrið: uppruna þess, nafn, aldur né sðgu þess; og þeir, sem kunnugastir eru handritum í Landsbókasafninu, svo sem ritstjórarnir Hannes og Valdimar, Pálmi Pálsson og Jón Jakobsson, hafa ekki séð þar neitt um þetta efni. Það er þvi engin furða, þó eg hafi fundið til þess, að þekking mín á þessu máli er mjög svo ónóg til að geta skrifað um það. En af þvi dr. Valtýr Guðmundsson skoraði á mig að gjöra það, þá vildi eg ekki skorast undan, einkum þar eð eg hafði lengi hugsað mér sjálfur að gjöra það, nær sem eg þættist fær um, en á ekki víst, að til batnaðar sé að bíða. Að minsta kosti vona eg, að þessi tilraun mín geti orðið til þess, að aðrir, sem fróðari kunna að vera i þessu efni, taki sig nú til og skýri það betur. Bæði stafrófin hefi eg dregið upp og læt þau fylgja hér með. Skal þess getið, að mynd þá, sem stafuriun k hefir hér, hefi eg sjálfur hugsað upp, og er hún sniðin eftir því, sem eg áleit, að samsvaraði myndum hinna stafanna. Hvorki er hér né z; fyrir j og i er sama mynd í öllu því höfðaletri, sem eg hefi séð. Einnig fylgir sýnishorn »bandleturs«, sem nægja mun til að sýna, eftir hvaða reglum það letur var myndað. Þá fylgir og sýnishorn aukamyndanna, og er flest sýnt af myndum þeirra stafa, sem hafa þær fjölbreyttastar, án þess þó að sýndar séu allar myndir nokkurs stafs. Það hefði verið óvinnandi verk. Loks fylgir sýnishorn spónaleturs þess, er eg gat um í öndverðri grein þessari. Það eru að eins fáeinir stafir, til að gefa hugmynd um það letur. Stafrófið hefi eg ekki séð nærri alt. Þessu letri álít eg eigi rétt að blanda saman við höfðaletur, en veit þó til, að það hefir verið gjört. Því vildi eg taka það með. Brynjúlýur Jónsson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.