Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Síða 27
SKÝRSLA UM PJÓÐMINJASAFNIÐ 1986 185 Helztu nýmæli hjá byggðasöfnunum, hvað snertir húsakost og fram- kvæmdir eru, að á Akranesi var unnið að viðgerð gamla Garðahússins, sem stefnt er að að komist í upphaflegt horf sem íbúðarhús, og verður það síðar sýnt þannig. Norska húsið í Stykkishólmi má nú heita fullbúið, cn ekki farið að koma þar fyrir neinum munum. Þjóðminjavörður dvaldist í Reykjasafni ásamt Kristínu H. Sigurðar- dóttur og Sigríði Sigurðardóttur 21.-23. apríl og unnu þar að uppsetn- ingu sýningarmuna í viðbyggingunni, sem fullbúin er, en ekki varð því vcrki lokið. Á Húsavík er unnið að frágangi sýningarhúsnæðis byggðasafnsins í kjallara safnahússins, og búið er að ákveða viðbyggingu, einnig fyrir byggðasafnið, þar sem komið vcrður fyrir bátum og einstöku hús- hlutum af stærra taginu, svo sem gestastofu. Á Eskifirði var unnið að viðgerð Randúlfssjóhúss sem er í eigu Sjó- minjasafns Austurlands að hálfu. Var gert við bryggjuna hið næsta hús- inu og endurnýjaðir staurarnir, sem það stendur á og einnig keypt járn á þakið. Á Selfossi átti þjóðminjavörður fund með byggðasafnsnefnd 18. janúar og var síðan hafizt handa um uppsetningu byggðasafnsins og annast Hildur Hákonardóttir myndlistarkona það vcrk. Byggðasafnið í Skógum sá um viðgerð fjárborga í Húsagarði í Land- sveit með styrk úr Húsafriðunarsjóði. Þá eignaðist safnið gamla bæinn í Skál á Síðu, sem stendur til að flytja til safnsins, og gert var nokkuð við gamla bæinn í Hörgslandi á Síðu, en þar er fjósbaðstofa. Ásu Wright fyrirlestur 9. september flutti dr. Louis Rey frá Sviss, sem er fræðimaður um norðurslóðir, sjöunda Ásu Wright fyrirlesturinn, sem nefndist The Diocese of Ice, og fjallaði um Grænland á miðöldum, og þó einkum þekkingu Miðevrópubúa á Grænlandi á þeim tíma.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.